Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Qupperneq 7
7
a. „Héraðsjþinigið er samþykt till. Bjöms þórðar-
sonar hæstaréttarritara um íslenska þjóðhátíð. Tel-
ur þingið ungmennafélögxtm skylt að ganga í fylk-
ingarbrjósti um framkvæmdir þessa máls. Vill þing-
ið beina þvi til sambandsstjómar U. M. F. í., hvort
hún sér sér ekki fært að undirbúa hátíð á pingvöllum
1927, jafnhliða sambandslþingi, og leita um það sam-
vinnu annara landsfélaga“.
b. „þar sem sómi Islands hlýtur mjög að velta á
því, að þúsuind ára hátíð Alþingis fari myndarleiga
fram, skorar héraðsþingið á sambandsfélögin að
láta ekkert tækifæri ónotað til undirbúnings hátíð-
arinnar. Vill þingið hvetja félögin til þess að taka nú
þegar að safna fé til þátttöku í hátíðahöldunium“.
pegar hér var komið, mæti á þinginu fulltrúi U.
M. F. Skeiðamanna: Eiríkur Jónsson í Vorsabæ.
V. Bindindismál.
Frummælandi, Aðalsteinn Sigmundsson héraðsrit-
ari, taldi algerða afneitun áfengis eitt höfuðsikilyrði
þess, að geta verið góður U. M. F. Yrðu félögin því
að taka föstum tökum á bindindismálinu. Sum félög
mundu ekki ganga ríkt eftir iþví að bindindisheitinu
væri hlýtt, en slík tilslökun mætti eikiki eiga sér stað,
enda iþótt starfskraftar töpuðust í bili, vegna bind-
indis. Miklar umræður urðu um þetta mál, og voru
allir ræðumenn sammála um nauðsyn þess, að herða
bæri kröfur um bindindisheitið, og að mikil afturför
væri, ef U. M. F. sleptu ,því. — Loks voru eftirfar-
andi till. samþ. með öllum greiddum atkv.:
a. Frá fulltr. U. M. F. Stokkseyrar: „Héraðsþing-