Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Blaðsíða 19

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Blaðsíða 19
19 um, þvi að fyrir þeim hlýtur skólamálið að vera mál málanna. Á héraðsþinginu kom fram eindreginn og samtaka áhugi á málinu, og er það sómi U. M. F., að þeir hafa aldrei, svo vart hafi orðið, látið hreppar pólitík eða héraðameting spilla sér í þessu máli. — Er iþess nú vænst, félagar, að þið bregðist vel við áskorun héraðsþingsins um dagsverkagjafir, og liig’g- ur metnaður sambandsins við, að þai' greiðist vel úr. „Margt smátt gerir eitt stórt“. Eitt dagskaup frá hverjum félaga „Skai*phéðins“-sambandsins verður drjúg upphæð, þegar saman er komið. Naumast mun nokkur félagi svo fátækur, að hann geti ekki mist nokkrar krónur vegna tíginnar hugsjónar. Og vel teldi eg farið, ef einhverir ykkar spöruðu við sig tó- bak eða annan algerðan óþarfa, vegna héraðsskólans. þeir væru menn að meiri. það, sem þarf, er: að v i 1 j a. þá vil eg vekja athygli á því, að við héraðsskólann þarf að komast upp náttúrugripasafn, og gætu U. M. F. myndað vísi, þess og auðgað það stórum, ef vilji er til. Væri mér ánægja að leiðbeina eftir mætti þeim, er við slíka söfnun vilja fást. Út af till. b. um héraðsskólamálið, í þinggerðinni, skal þess getið, að ríkisstjórnin hefir synjað um leyfi til happdrættis. 5. Héraðsmót er ráðgert að halda að þjórsártúni á sumri komanda, eins og undanfarið. Mun héraðs- stjómin ekki láta sitt eftir liggja að vanda til þess sem bezt. En stjórnin ein megnar ekki að bera uppi heiður mótanna. þar hvílir mikið traust á félögun- um, og eingöngu á þeim um höfuðþátt mótsins: þátt-

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.