Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 11

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Page 11
11 skólasjóð 10% af hreinum ágóða næsta héraðsmóts. Ennfremur skorar þingið á stjóm og héraðsskóla- nefnd sambandsins að reyma að koma á happdrætti til ágóða fyrir héraðsskólann í sambandi við héraðs- mót framvegis“. Hófust nú langar og ýtarlegar umræður um skóla- málið. Meðal ræðumanna var Guðmundur þorbjam- arson, formaður skólaaiefndai' þeirrar, er síðasta héraðsþing kaus, m. a. til iþess að stuðla að sam- vinnu Ámes- og Rangárvallasýslna um málið. Skýrði hann í löngu og snjöllu, máli frá gangi málsins og starfi nefndarinnar. Hafði verið sendur fyrirlesari um Rangárvallasýslu, til þess, að hvetja til samvinnu. Einnig var trúnaðarmanni Búnaðarfél íslands, hr. Ingimundi Jónssyni í Hala, falið að leita eftir skoð- un manna yfirleitt í skólamálinu. Gerði hann það, um leið og hann ferðaðist meðal bænda í þágu Búnaðar- fél. Islands, og hefir gefið rækilega skýrslu um af- stöðu margra Rangæinga í skólamálinu. — þá skýrði Aðalsteinn Sigmundsson skólastj. frá fyrirlestrar ferð sinni um Rangárþing. Héraðsstjóri bar fram svohljóðandi tillögu: „Héraðsþingið skorar á stjómir allar U. M. F. inn- an> sambandsins að leita eftir því, hver hjá sínu fé- lagi, hvort hver félagsmaður vilji ekki leggja fram a. m. k. eitt dagsverk til sameiginlegs héraðsskóla fyrir Ámes- og Rangárvallasýslur; eða að ltarlmenn greiði í eitt skifti 8 kr. í skólasjóðinn, en konur 4 kr. Fjársöfnun þessari þarf að vera lokið fyrir árs- lok 1926“.

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.