Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 16

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 16
andi figúra á miðri götunni, sjálfum sér til skapraunar en andlitun- um í gluggunum umhverfis til skemtunar. En um leið og hann kem- ur niður í malbikað Austurstrætið strikar hann áfram, brosandi og glæsilegur, — ímynd allra prúðmensku. * * * Mörg okkar kannast við »manninn á horninu«. Hann virðist vera einn hinna fáu, sem kann að meta götuna sína og vill reyna að þekkja insta eðli hennar. Gatan er orðin hluti úr lífi hans. Og að kvöldi hvers dags flytur hann með sér heim, nýjan skilning á götunni og efni i drauma sína. Ef við gerðum slíkt hið sama og hann, mindi hver dagur gera okkur auðugri af reynslu og mannþekkingu. Vér nemum staðará einhverju götuhorni og virðum fyrir okkur það sem framhjá fer. — Á fáum augnablikum getum vér lesið lang- ar æfisögur. Og vér erum staddir í Ieikhúsi þar sem með örhraða skiftast á harmleikir, — og sprenghlægileg æfintýri. — Að vísu er sýningin oft nokkuð samhengislaus. Persónurnar koma og fara i einni bendu, nýjar og nýjar persónur. — En ef við stöndum þarna dag eftir dag, munum við þó fljótt fara að sjá sam- hengið myndast, og ráða í það hálfsagða og eyðurnar. Einn daginn sjáum vér ungan mann mæta ungri stúlku, gleðin yfir- samfundunum ljómar á andlitum þeirra, og handtak þeirra er þétt. Svo veitum við því eftirtekt að þau skotra augunum flóttalega útundan sér og skiljast í flýti. — Við lesum i andliti þeirra beggja, ótta og vonbrigði. Og svo hverfa þau í iðuna. Næsta dag sjáum við ungu stúlkuna aftur. Nú er hún í fylgd með háum og tígulegum manni. — Þau ganga framhjá okkur. Af öllu látbragði sjáum vér að þau eru gíft. — Unga stúlkan er nú 'ekki lengur ung stúlka, hún er nú ungfrú með þóttasvip og mikil- lætislegar hreyfingar. Ef til vill sjáum vér áframhald næstu daga, — það getur orð- ið á margan veg. — Ef til vill eigum við eftir að sjá ungu stúlk- una og unga manninn leiðast eftir gangstéttinni í glaða sólskini, — en þann háa og tigulega ganga hinumegin á götunni þungan á svip 14

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.