Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 27

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 27
Stjórnarbandi, straums á landi stilt að þandi valakló. Alexander vóx þá vandi við brúsandi ólgusjó. Maður er nefndur Friðbjörn og er Eyfirðingur. Skal hann eigi frekar ættfærður hér. — En Norð- lendingar margir munu við hann kannast. — Hann bjó um tíma í sveit nokkurri, skammt frá Akureyri. — Var hann þá í málaferlum við hreppsnefndina um nokkurt skeið og erjur tölu- verðar þar á milli. — Friðbjörn átti gæðinga marga, og var það eitt sinn að hann mætti hrepps- nefndarmönnum á förnum vegi og rann hundur fyrir ærið ósjálegur. Varð fátt um kveðjur; en er Fríð- björn var kominn spölkorn á burtu sneri hann hesti sínum og hleypti til baka. Náði hann hreppsnefnd- inni skjótt og er hann var orðinn þeim samsiða kvað hann við raust: Þarna er Hlíðar-hreppsnefndin. — Hún er að skríða í kuðunginn, ekki er friður flokkurinn mér finst hann prýða, — liundurinn. Kristmann Guðmundsson, sem nú er orðinn kunnur skáldsagna- höfundur í Noregi, orti eitt sinn í áður en hann fór af landi burt, eftirfarandi vísu. Var tilefnið það að farið var nokkuð harðlegum orðum i garð lauslátra kvenna. Sist er engill sérhver drós svallið margar kjósa Heldur þygg ég þyrna á rós en þyrna utan rósa. Kennari nokkur á Austfjörðum, Björn að nafni kom eitt sinn að vetrarlagi til Seyðisfjarðar, sem oftar. Var hann þangað kominn í þeim erindisgjörðum að fá lán- aða nokkra peningaupphæð. Kom hann þá í hús eins betri borgara, að kvöldlagi í þessum erindum, en fékk afsvar. Kvað hann þá er hann fór aftur út á götuna, — í kuldann og myrkrið: Meðan aðrir búka baka, birgir vel af sæld og auð. Má ég heims úr köldum klaka, krafsa þreyttur daglegt brauð. Smiðjur og steðjar Einar O. Malmberg 25

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.