Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 22

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 22
íslenzk sakamál. SÖGUR ÚR (SLENZKU RÉTTARFARI i S.L. 300 ÁR. Inngangur. Undir þessari fyrirsögn verða tekin dæmi og sýnishorn af rétt- arfari i glæpamálum á íslandi s.l. 300 ár og dómum sem um þau hafa gengið. Verður þar auð- vitað stiklað á stóru, aðeins tek- in hin stórkostlegustu málin, en samt reynt að velja þau rétt af hvorri tegundinni eftir því sem efni eru til. Eru málasögur þess- ar fróðlegar mjög fyrir almenn- ing um ýms efni réttarfarsleg á fyrri og seinni tímum, t. d. til samanburðar um löggæslu og refsingar og jafnframt er lestur um þessi efni ekki síður spenn- andi en frásagnir um erlenda reyfara og glæpalýð, og væntum vér því að lesendur Alþýðu-Maga- sínsins taki þessum köflum vel sérstaklega þar sem rit um þessi efni eru mörg hver ennþá óað- gengileg alþýðu manna. I. Málaþáttur Jóns Oddsonar og Sigriðar Halldórsdóttur 1609 I. KAFLI í byrjun 17. aldar bjó Jón nokkur Oddsson í Fagurey í Snæfellsnes- sýslu. Var kona hans Steinunn 20 Halldórsdóttir, en hjá þeim hjón- um var systir Stéinunnar, Sigríð- að nafni og móðir þeirra systra Ragnhildur Egilsdóttir. Fleira fólks er ekki getið á heimilinu. Um Jón þennan og fólk hans gerðist ekk- est sögulegt fyr en árið 1609 að sá orðrómur barst um nærliggj- andi sveitir, að Sigríður Halldórs- dóttir, systir Steinunnar konu Jóns myndi hafa eignast barn með hon- um, en að Jón hefði fyrirfarið barninu. Þau líkindi voru hér til færð, að Sigríður hefði haft kven- lega þykt, en síðan skjótlega mist hana og að hún hefði þá engar konur haft hjá sér, nema Stein- unni systur sína og Jón hefði þá einnig verið hjá henni. Jón og i Sigríður óskuðu þess nú munnlega ! af tilheyrandi valdsmanni, Jóni Magnússyni, að eiður væri tekin af Sigríði fyrir dómi um það, að hún hefði enga óleyfða sambúð framið með nokkrum manni, lif- andi eða dauðum, þá sem venju- lega er til barnsgetnaðar milli manns og konu. Hafði séra Ólaf- ur Einarsson skrifað niður beiðni

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.