Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 23

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 23
þessa fyrir þau. Má af þessu marka að þau hafa þóst örugg um sitt málefni. Þegar svona var komið, var þeim Jóni og Sigriði stefnt á þriggja hreppa þíng, sem háð var á Ballará á Skarðströnd 6. októ- ber 1609, menn nefndir í dóm, svo ísem lög stóðu til og mál þeirra tekið fyrir. Hvorugt þeirra bar nokkuð að móti þessu illmæli um þau, og ekki heldur véfengdu þau það sem orðrómurinn sagði, að engir aðrir hefðu verið hjá Sigríði aðrir en Jón og Steinunn kona hans þegar hún misti þykt- ar þeirrar, sem sögð var hafa verið á henni. En Jón var uppi á þinginu með hörku og kappsam- legum orðum, án nokkurrar sér- legrar varnar, sem hrinti þessu óviðurkvæmilega illmæli, en spurði menn alment, hvort nokkrir vildu í fullri alvöru bera sig slíkum sög- um. En því neituðu allir, sem þar voru viðstaddir og sögðust ekki annað til hans vita en það sem vel væri. Nú skoraði valdsmaðurinn Jón ; Magnusson á alla þingmenn, að segja um mál þetta alt, sem þeir vissu sannast og réttast, guðs og kóngsins vegna. og önsuðu því sumir'. að þeir vissu ekkert, en aðrir þögðu. Þá kom þar fram og var upplesinn vitnisburður Guð- laugar nokkurrar Pétursdóttur, konu Einars Rögnvaldssonar, en hann bjó á bæ þeim á Dögurðar- nesi, þar sem Jón Oddsson og kona hans höfðu í seli. Vitnis- burður þessi var vottfestur undir- þrjá menn og var á þá leið, að Sigríður Halldórsdóttir hefði farið veik frá bænum með þykt og komið veik aftur en án allrar þyktar og hefði Jón Oddsson fylgt henni heim að bænum og borið belti hennar, en Steinun kona Jóns hefði verið komin heim á undan með svuntu Sigríðar og búið henni upp rúm í hálfum pallstaðnum. Einnig sagði þar, að föt Sigríðar hefðu verið blóðug að neðan og enn kvaðst Guðlaug hafa séð blóð á þrem stöðum, þar sem hún taldi að Sigríður hefði legið. Til þessa svöruðu þau Jón og Steinunn kona hans, að Sigríði hefðu leyst »blóðsullir tírur og slindrur« og hefði hún oft áður haft slíkan veikleika. Dómsmennirnir þóttust ekki þekkja til þess að ungum stúlkum hefði viljað til svo fáheyrður veik- leiki og vegna þessa, og þess annars, að Jón og Sigríður höfðu gefið tilefni til þessa illa orðróms og að Sigríður fór frá öðru kven- fólki með þykt, en kom aftur án þyktar, álitu þeir nauðsynlegt, að valdsmaðurinn Jón Magnússon 21

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.