Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 31

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 31
Þér konur.. . Franska tímaritið »La Revue de la femme«, bar nýlega upp eftirfarandi spurn- ingu fyrir lesendur sina. „Þarf konan að vera fögur til þess að vinna ástir karl- mannanna?“ Tímaritinu barst ó- grynni af svörum bæði frá körlum og konum. Við lestur þeirra og samanburð, segja þeir sem um þau fjölluðu, komast að þeirri niðurstöðu að hægt væri að skilgreina, eðli og lyndiseinkanir konunnar eftir hinum ýmsu aldurstigum hennar. Varð niðurstaðan þess.i 1. 16 árá telpa: 80 prc. fegurð, — 15 prc. ósjálfráð ástleikni. 2. 30 ára kona: 50 prc. fegurð, — 15 prc. ósjálfráð ástleikni. 15 prc. greind og skiln- Leyndardómar Reykjavikur 3. saga Æfintýri Víglundar Þetta er síðasta sagan eða sögulokin í sagnabálkinum Leyndardómar Reykjavikur sem náð hefur meiri útbreiðslu og vin- sæl'dum en algengt er um íslenskar bæk- ur þó dómar manna hafi verið margvís- legir. — Þessi siðasta saga segir aðallega frá ástaræfintýri þeiira Unnar og Víglundar bæði erlendis og hér á landi. Einnig hvernig lauk viðskiftum Hauks Arnars við bófaflokkinn, sem sagt var frá i sög- unni Dularfulla flugvélin. — Allir sem hafa fengið hin heftin þyrftu að fylgjast með. Að öðru leyti er vísað til augl. hér í heft- inu. I. KAPÍTULI Á leið til æfintýralandsins. Tveir menn hölluðu sér fram á borðstokk- inn á lítilli lystisnekkju sem klauf bláar öld- ur Miðjarðarhafsins með feykna-hraða. Sólin logaði á haffletinum og hitinn og lognið virtust hafa seitt eitthvert mók yfir mennina. Þeir mæltu hvorugir orð frá vörum en lágu fram á borðstokk með innhálflokuð augun, Annar mannanna var hár vexti en frekar grannvaxinn, með skuggalegum svip, dökkur yfirlitum. Enginn vissi með vissu hans upprunalega nafn en nú hafði hann um nokkurt skeið gengið undir nafninu Júlíus Wanke, í fleiri löndum. 29

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.