Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 24

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 24
leiddi málið til lykta og léti upp- lýsa það með sannindum. Ragnhildi móður Steinunnar mun nú hafa runnið blóðið til skyldunnar, því hún lagði nú þá spurningu fyrir dómendurna hvort Sigríði væri nokkru skyldara að frelsa þau Jón frá þessu illmæli með eiði en honum með sínum eiði. Kvað Ragnhildur Jón hafa meira vit og menningu en Sigríði og honum auðveldara að fá eiða- menn. Ennfremur væri hann hús- bóndi hennar pg ætti að hafa vit fyrir henni, en samt hefði hann engar konur til hennar kallað til þess að þjóna henni þegar hún var veik, heldur verið einn með henni og þannig gefið tilefni til þessa orðróms. Lyktir þessa réttarhalds urðu þær, að valdsmaðurinn Jón Magn- ússon kvaðst hvorki vilja né geta borið fólk þessum óbótamálum, sérstaklega þar sem Jón Oddsson bauðst til að sverja fyrir þetta og einnig Sigríður, en þau voru hins- vegar ekki kærð um þetta ódæði af neinum sérstökum og engar fullar sannanir fram komnar held- ur að eins orðrómur og líkinda- sögur. Var þvi Jón Oddsson dæmd- ur „í guðs nafni amen og að heilagsanda náð með oss til kallaðri“, til þess að vinna stétt- areið síðast á vorþingi svohljóð- andi: »TiI þess legg ég, Jón Oddsson hönd á helga bók og það segi ég guði, að ég hefi aldrei framið óleyfða sambúð í blóðsamtenging er til barngetnaðar fremst millum karlmanns og konu, með Sigríði sögð er Halldórsdóttir og að svo stöfuðum eiði sé mér svo guð hollur sem ég satt segi, gramur ef ég lýg«. Þegar svo eiður þessi hefði gengið skyldu þau Jón og Sigríð- ur vera laus af þessu máli, nema annað sannaðist með löglegum vitnum. En félli Jón frá eiðinum skyldi málið fara til lögmanna og lögréttunnardóms að sumri, og þau þá bæði skyld að mæta þar til andsvara. — Handfesti Jón valdsmanni eiðinn og voru hon- um nefndir menn til þess að sanna með honum. II. KAFLI. Eftir að gengið hafði verið frá máli þeirra Jóns og Sigríðar að Ballará 6. október leið nú nokkur tími. En 20. nóvember sama árið (1609) var enn sett þriggja hreppa þing á Staðarbakka í Helgafells- sveit, að ráði og fyrirlagi Gísla lögmanns Þórðarsonar, og.nefndi Jón Magnússon, sá er áður er 22

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.