Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 25

Alþýðumagasín - 01.11.1933, Blaðsíða 25
getié, menn í dóm til þess að »skoða, traktéra og hið gaumgæfi- legasta að rannsaka, umhugsa og á að lita guðs, kóngsins og lag- anna vegna« hvernig til lykta ætti enn að leiða hið óviðurkvæmilega illmæli og vondan orðróm umJón Odþsson og Sigríði Halldórsdóttir Þótt-í altaf aukast hinn vondi orð- rómur um barneign þeirra Jóns og að þau hefðu fargað barninu svo að ekki þótti unandi við hinn fyrri dóminn að Ballará. Meðal sögusagna þeirra sem um mál þetta höfðu gengið, var það, að frést hafði i aðrar sveitir að dautt barn hefði fundist úti í Dögurðarnesi á Skarðsströnd, þar sem sagt var að Sigríður misti þyktina, en enginn sérstakur mað- ur var samt hafður fyrir sögunni eða barns-fundinum. Ennfremur kom fram á þessu þingi vitnis- burður Jóns nokkurs Teitssonar og Dagbjartar konu hans og vitn- isburður Þóru Helgadóttur, um það, að þau hefðu séð þau Jón og Sigríði á umliðnu sumri bæði afklædd í einu rúmi, en ekki vissu vitni þessi hvort þau hefðu verið undir einum fötum bæði. Þá hafði Jón og játað undir þrjá votta, séra Ólaf Einarsson, Björn Hall- dórsson og Þórð Eyjóifsson, að ekki hefði verið nema eitt rúm í skálanum í Fagurey, en samt kvað hann þau ekki hafa legið undir einum fötum. Þótti þetta styrkja framburð vitnanna Jóns Teitssonar, Dagbjartar og Þóru. Ballarárdómurinn um Jón og Sigríði var nú afturkallaður og ómerkur gerður af Jóni Magnús- syni og tveim meðdómsmönnum hans, þar eð ný gögn þóttu nú fram komin í málinu áður ókunn og þar að auki þessi játning Jóns um rúmið. Ekki mætti Jón á þessu þingi og var sú orsök þess, að boðun- arbréfi varð ekki komið til hans út í Fagurey, vegna hörkuveðráttu fyr en degi fyrir þingið, en þá var Jón ekki heima og hafði ver- ið í burtu i tvær vikur. En Stein- unn kona hans kvað hann mundi hafa komið til þingsins ef hann hefði vitað af þvi. Einnig sagði Jón Teitsson svo frá, að Jón Odds- son hefði sagst fara í land til þess að fá sér eiðamenn til þess að gjöra fullnægju á Ballarárdóm- inum. Þess er ekki getið að Sig- ríður væri boðuð á þetta þing. Dómsmennirnir þóttust nú enn ekki geta lagt fullnaðar dómsat- kvæði á þetta mál, þar eð Jón ekki mætti, en vegna nauðsynj- arinnar á því að leiða illmælið til lykta, dæmdu þeir þó svo, að valdsmaðurinn, Jón Magnússon mætti með réttu bera þau Jón 23

x

Alþýðumagasín

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumagasín
https://timarit.is/publication/685

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.