17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 3

17. júní - 01.09.1925, Blaðsíða 3
17. JUNI 35 Sverris sögu við Halvdan Koht, o. fl. o. fl. Er hjer ekki staður til að fara út í einstök atriði þessara deilumála. Yfirleitt má telja það próf. Finni til hróss að hann forðast gífuryrði, sem mörgum málfræðingum oítlega hættir til að nota í deilum, heldur sjer við efnið, og er mjög svo frábi'tinn því að vilja slá um sig með uppgjörðar- andiiki og orðaflækjum, þegar fátt er um rökin. En það er á allra vitorði, að um mörg slík deiluefni, ekki síst skýringar á kvæðum fornskálda, verður ekki sagt með fullri vissu hvað rjett er; getgátur lærðra nranna og skarpra standa þar sumstaðar hvor á móti annari. Auk þess sem próf. Fitinur hefur samið af vísindaleguin ritsmíðum hefur hann ritað margar greinar í blöð og tímarit um íslensk efni, forn og ný, fyrir alþýðu manna, og átt mikinn þátt í því að vekja áhuga útlendra þjóða, einkum Ðana, á landi voru og þjóð. í „Atlanten“, tímariti sem fjelagið „De danske Atlanterhavsöer", gaf út, eru margar greinar eftir hann, aðrar í „Politiken“, „Nordisk Tidsskrift" o. fl. Próíessor Finnur hefur ekKi tekið mikinn þátt í stjórnmálum, en hefur þó sýnt að hann fylgist með í þeim með áhuga. Þegar deilurnar urn sam- bandsinálið stóðu senr hæst og heima- stjórnarmenn og sjálfstæðismenn háðu snarpar rimmur, líka í stúdentahópnum í Kaupmannahöfn, fjekk próf. Finnur oft marga hnútana hjá andstæðingum sínum meðal íslenskra stúdenta, en eKki held jeg liann hafi fengið í þeim hóp neina persónulega óvini. Það er enginn vafi á þvf að próf. Finnur hefur af fullri sannfæringu gert hvað liann hefur getað til að efla gott samkomu- lag milli íslendinga og Dana. Það var engan veginn lítill vandi að vera danskur embættismaður og um leið góður Ís- lendingur, meðan deilurnar stóðu sem hæst, — þannig fjekk F. J., sem þá var dósent, eitt sinn ávítur frá háskólastjórninni fyrir það, að í ís- lendingafjelagi, sem hann þá var formaður fyrir, hafði verið sungið á hátíð til heiðurs Rasmusi Rask kvæði eftir Þorstein Erlingsson, þar sem sveigt var að Dönum fyrir illa meðferð á ís- landi. Þótti Finnur í því máli koma fram einarðlega og karlmannlega, og sem betur fór var honum það síðar meir ekki til neins hnekkis við há- skólann. Hann hefur altaf verið mikils metinn þar sem kennari, og verið settur í ýmsar stöður, sem sýna traust nranna á honum, þannig hefur hann verið í háskólaráðinu og í stjórn styrkt- arsjóða háskólans frá því 1920. Fjelagi danska vísindafjelagsins var hann kosinn 1898, og auk þess hefur hann verið kosinn heiðursfjelagi hin sísl. bókmenta- fjeiags og margra annara útlendra fjelaga; Dr. litt. isl. var liann kjörinn við háskóla íslands 1921 ; hann hefur frá því 1919 verið ritari Kgl. norræna fornritafjelagsins, og var gerður vara- forseti þess 1924; í stjórn Árna Magnússonar sjóðsíns komst hann 1905. og varð formaður hennar 1920; ekki síst hefur hann verið stórvirkur í stjórn fjelagsins „Selskab til Udgivelse af gammel nordisk Litteratur"; í Dansk- islandsk Samfund hefur hann og verið ötull stjórnarmaður (siðan 1916), og síðustu árin líka í stjórn fyrir hinni dönsku deild sambandssjóðsins. Krossa og heiðursmerki hefur hann og fengið, senr stöðu hans hlýðir. Það er nærri óskiljanlegt hvernig prófesssor Finnur

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.