Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 14

Sjómaðurinn - 01.08.1941, Page 14
6 SJÓMAÐURINN skipi, er sagðist vera búið að missa bálana, stýr- isútbúnaður væri bilaður og að það þyrfti bráðr- ar hjálpar við. Fórum við þvi strax af strándstaðn- uni lil aðstoðar þessu skipi, enda vorum við þá búnir að fullvissa okkur um, að búið væri að bjarga öllum mönnunum. Þeir voru strax sendir til Víkur. Eg vil geta þess, að þarna á Mýrdalssandi hafa ekki verið tíð strönd hin síðari ár, eða síðan Al- viðruhamarsvitinn var byggður. Áður fyrr voru strönd þarna afar tíð, þó að „grafreitur skip- anna“, sem er austar, eða á Meðallandsfjörum, liaí'i alltaf reynst hættulegastur. Þar er ægisandur og litið af skerjum. Á Mýrdalssandi eru hinsvegar rif og talið að sjór nái skipurn betur þar, og sé þar enn meiri bætla á að þau brotni. Mér var nú falið af Skipaútgerð ríkisins að fara austur og rannsaka aðstæður og möguleika á því, að bjarga farminum úr skipinu og ná þvi síðan út. I skipinu voru yfir 100 stórar herflutn- ingabifreiðar og um 6000 smálestir af hrájárni. Eg kom austur 11. marz. Þá lá skipið með bak- borðsblið að landi við sandinn og var þá bægl að ganga um borð í það þurrum fótum um báflfall- inn sjó. Nokkru siðar var skipið orðið svo sigið ísandinn, að afturþilfarið þornaði svo að segja ekki og sandbakkinn landmegin var stundum næstum jafnhár afturþilfarinu. Skipið var fullt af sjó og hallaðist um 3 gráður til sjávar. Ekki vissum við gjörla hvort skipið var orðið götótl, en eg þóttist þó viss um, að allmikill leki væri kominn að því, því að sjór hækkaði og lækkaði í því, eftir sjávarbreytingum. Eg sneri mér nú að þvi, að ráða mér hjálparmenn. Fékk eg 20 menn úr Vík og Álftaveri og shnaði jafn- framt lil Reykjavíkur eftir dælum. Var nauðsyn- legt að dæla strax, a. m. k. úr vélarrúminu, svo að hægt væri að kynda upp. Strax og verkamennirnir komu á staðinn var byrjað á því að reisa skýli fyrir þá uppi á sandin- um. Við þessi skýli, eða skammt frá þeim, var grafið niður í sandinn um 2 metra og settir „Daviðar“ í holurnar; í þá voru seltar keðjur, en ofan á allt voru settir „plankar“ og síðan meiri festa og loks mokað ofan á. Vírstrengur var nú festur í framsiglu skipsins við reiðann og hinn endi lians síðan í festarnar á landi. Virinn var svo strengdur með „talíum“, en „blökk“ var látin ganga eftir líOnum. Þann 15. marz var þessum undirbúningi lokið og var nú byrjað að losa úr Bílaflutningarnir í land úr skipinu. skipinu. Var þó enn ekki liægt að lcynda upp og varð því að draga allt úr lest með handafli. Það gekk vitanlega seint og var ákaflega erfitt verk, en okkur tókst þó að bjarga allmiklu á þennan bátt. 25. marz var búið að dæla svo vel úr vélar- rúminu, að bægt var að kynda upp, enda vorum við þá búnir að fá aðra dælu. Eftir þella gekk björgunin á farminum miklu betur. Um þetla leyli var stórstraumur og lyftist skip- ið þá allmikið úr sandinum, aðallega að aftan- verðu, enda var það þar lengst niður grafið. 23. april höfðum við bjargað öllum bifreiðun- um úr skipinu. Höfðu menn komið nokkru áður héðan úr Reykjavík til að selja þær saman. Setlu þeir þær fyrstu saman þarna á sandinum, eða þær, sem ekki liöfðu orðið blautar. Þegar þeir höfðu sett 10 bifreiðar þannig saman, fóru þcir að flytja liina ýmsu bifreiðahluta á þessum bifreiðum upj) að Hafursey, en þar böfðn þeir sett upp verkstæði, til að gera að bifreiðunum. Mikið af þeim ver renn- andi blautt, en þó að mestu óskemmt. Öllu þessu var náð úr skipinu með vírstrengnum. Sumir blut- anna voru allt upp í 3 smálestir að þyngd. Það var erfitt verk og ekki hættulaust, að flytja þessi stóru stykki á land, ])ví að hafið, sem þau fóru, var 150—200 rnetrar og á kafla yfir á að fara, sem rennur til sjávar rétl þar sem skipið lá. Reyndist hún okkur líka að ýmsu öðru leyti erfið. Þegar búið var að flytja allar bifreiðarnar á Iand, var byrjað á hrájárninu. Því var næstum öllu hent í sjóinn. Við létum aðeins lílið eitt vera eflir í skipinu. Það hefði kostað margra mánaða erfiði, að ælla sér að flytja alll þella járn; á land. 6. maí var að mestu búið að losa úr öllum lest- um, nema þeirri fremstu, en þar hafði losunin stöðvasl 29. apríl, vegna leka. Fyrst var kafað, til að reyna að komasl fyrir lekann, en þegar það

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.