Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Qupperneq 4

Útvarpstíðindi - 07.11.1938, Qupperneq 4
52 ÚTVARPSTIÐINDI Arndís Björnsclóttir. ið tekið með miklum dáleikum, önn- ur verið »pípt út« að heita m,á. Þetta er skiljanlegt, þegar þes,s er gætt, að itann er í sumum verkum sínum misk- unnarlaus í ádeilu sinni og talar í óvægum tiftunartón. Ýmsir átelja Kaj Munk fyrir sér- Vizku og vafalaust með réttu. Eg minnist þess, að kennari minn, Thor- kild Rose, sem er leikstjóri við kon- unglcga leikhúsið í K- upmannahöfn, bar sig illa undan því eitt sinn, hve Kaj Munk væri óviðráðanleg mann- eskja fyrir sérvizku sakir. Hann hefði ekkert vit á því, hvernig setja ætti leikrit á leiksvið, en vildi I)ó allt hafa eftir sínu höfði. Petta var um, það leyti, sem, verið var að búa leik- rit hans »De (Jdva,lgte« á leiksvið. Það var eitt þeirra leikrita hans, sem var illa tekið, en gekk þó all-lengi vegna hinnar glæsilegu meðfer()ar Poul Reumerts á einu rf aðalhlutverkum þess: Akitofel. Það leikrit Munks, sem útvarpið hefir valið til flutnings nú — Orðið — var ritað 1932. Það er vafalaust ]jað leikritið, sem mestar deilur hefir vakjð, enda viðkvæm mál, sem um er fjallað — trúmálin. — Tvær trú- arstefnur, sem, mjög eru útbreiddar í Danmörku — Grundtvigsstefnan og Heimatrúboðið — takast hér á og telja fram hvor s,ín rök án niðursitöðu. Þetta er þó ekki aðalefni leiksins, heldur er hér ráðist, vægðarlaust á kirkjuna sjálfa, hálfvelgju hennar og trúleysi, en sýnt fram á það, hvernig sú trú, sem er sönn og þekkir engar efasemdir er jafnmáttug á öllum tím- úm — og enn þann dag í dag. Það má nærri geta, að ádrepa eins og þessi á kirkjuna, frá einum, af þjónum hennar sjálfrar, mæltist illa fyrir hjá mörgum, og bakaoi höfundi miklar óvinsældir bæði í hans eigin stétt og meðal almennings, enda hefir bæði þá og endranær verið um það talaö að setja hann frá kjóli og kalli fyrir skrif hans. En hann lét sér ekki nægja að tifta sína eigin stofnun, hann tekur einnig vísindin á kné sér og les þeim miskunnarlaust pistilinn fyrir hroka þeirra og ofmetnað. Eftir svo óvæigin lög á báðar hendur þurfti Kaj Munk auðvitað ekki að vænta. sér hlíföar, enda voru honum ekki vandaðar kveðjurnar fyrst eftir að »Orðið« var leikið. En hvað sem því leið, þá var þó öllum ljóst, eftir þetta, að hér var fram kominn maður, sem eiiki var hægt að dauíheyrast við, og þrátt fyrir harða og sundurleita dóma og hvassa gagnrýni, bæði verð-

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.