Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Síða 5
sem er einn hinn vinsælasti og al-
mennas.ti stúdentasöngui' á Norður-
löndum.
J?á flytur Bárður Jakobsson stud.
jur. aðalerindi kvöldsins. Fjallar það
um lögfræðileg efni. Mun Bárö'ur út-
varnshlustendum áður að góöu kunn-
ur.
Þá verður bassasóló, Jón Jónsson
stud. t.heol. frá Ljárskógum, hinn vin-
sæli 2. bassi M. A. kvartettsins, syng-
ur.
Naist fer svo Thorolf Smith stud.
jur. með ferðalýsingu frá suöurhafs-
eyjunni Tahiti, en Thorolf hefur ferð-
azt um allar jaroir.
Þá syngur tvöfaldur kvartett nokk-
ur létt lög. Síðan verður stuttur upp-
lestur, Ragnar Jóhannesson stud.
mag. les upp kvæði.
Loks verður svo leikin stúdenta-
revyan »Valete Studia« eftir Ragnar
Jóhannesson. Stendur hún yfir í tæpa.
þrjá stundarfjórðunga. Leikstjóri
verður Árni Jónsson stud. mag. Hlut-
verkum hefur ekki verið .skipað end-
anjega, en auk leikstjóra hafa verið
ákveðin sem leikendur þau Skúli
Thoroddsen. og Drífa Viðar stud.
mag., en þau hafa bæði leikið áður
á leikkvöldum Menntaskólans. Leik-
endur verða alls sjö.
Um frekari upplýsingar varðandi
revyuna vísast- annars til höfundar-
ins, því hver mun sínum hnútuim
kunnugastur.
— Jæja, er annars nokkuö að
frétia frá ykkur hérna á Garöinum?
- Nei, þaö getur varla heitið. Þaö
er frekar kyrrlátt hérna suður við
Tjarnarendann. Okkur kemur prýði-
lega saman, Garðbúunum. Við um-
berum hvers annars bresti og brek
ÚTVARPSTÍÐINDI
Skúli Thoroddsen og Drlfa Viðar leika í
»stúdentarevýunni«. Myndin er úr »Tveggja
þjónn«, seni Menntaskólanemendur léku fyr-
ir nokkrum árum.
og betta má heita sannkallað kær-
leiksheimili hjá okkur.
Þessu næst arka ég til höfundar
revyunnar og hitti hann á skyrtunni,
sitjandi við skrifborðið.
Þú munt vera að leggja smiðs-
h.öggiö á revyuna?
— Eg veit, nú varla, hvort hægt er
að kalla liennan hégóma »revyu«,
segir Ragnar. Jú, ég er að botua
hana, það er þó nokkuð mas við
]ietto, þótt ekki geti það talizt- »inn-
legg« í heimsbókmenntirnar. Nokkra
aðstoð hef ég fengið við samninguna.
Munu ýmis góðskáld stúdenta fáan-
leg til að stinga inn einum eða tveim-
ur brögum. Auk þess hef ég fengið
prýðilegar leiðbeiningar frá Árna
Jónssyni, sem verð'ur leikstjóri og er
381