Útvarpstíðindi - 03.04.1939, Side 20
Frá liðnum kvöldum.
Það liggur viö, að maöur undrist nú
orðir?, ef gáfuleg stólræða heyrist í
útvarp frá hinum svo nefndu Reykja-
víkurprestum, en, það hlýt ég að við-
urkenna, að ræða séra Sigurjóns
Árnasonar, er hann flutti sunnudag-
inn 26. þ. m., ,bar þess ljósan vott,
að höfundurinn reyndi af ákveðn-
um vilja að tala sannleika. Hann
reyndi af ábyrgri alvörugefni aðskýra
mál sitt svo, að áheyrendur væru ein-
hverju nær eftir að hafa hlýtt á hann.
En það verð ég að segja eins og ég
tel sannast, að mér hefur oft fund-
izt skorta nokkuð á það, að útvarps-
ræður presta hér i Reykjavík bæru
þess vott, að ræðumennirnir finndu
til þeirrar siðferðilegu ábyrgöar, sem
því fylgir að hafa e. t. v. margar þús-
undir manna að áheyrendurn.
Á síðustu kvöldvöku flutti Þorsteinn
Jósepsson mjög áheyrilegt og
skemmtilegt erindi um gemsur í
Alpafjöllum. Hafi hann þökk fyrir
það. Á eftir honum talaði svo Skúli
Þórðarson magister um, Hvassafells-
máj. Skúli er vel máli farinn og er-
indið var fremur vel flutt, en ég tei
mjög vafasamt., hversu gildisríkt efn-
ið er eða smekklegt. — Því verður
að vísu ekki neitað, að mörgum mun
íinnast efnið »interessant«, en ætli
þaö séu ekki svipaðar kenndir, sem
vekja þann áhuga og þær, sem kynda
undir venjulegum slúðursögum sam-
tíðar okkar. — Hér er um að ræoa
ógeðfellt og ógeðslegt siðferðisbrot,
sem mér finnst smekkleysa að vera
að rifja upp, og ekki fæ ég séð, hvaða
396
gildi það hefur fyrir nútíma útvarps-
hlustendur, að heyra færðar fram e.
t. v. auknar líkur fyrir sekt þessara
framlionu mannvera, sem almenning-
ur þessa Jands mun hingað til frem-
ur hafa haft samúð með.
K. F.
★
Björn Bjarnason hélt allgott erindi
urn þýzka skáldið Heine 12. marz.
Var það vel til fallið, að skýra mönn-
um frá höfuðatriðunum í afiferli
þessa frábæra snillings. En í sam-
bandi við þetta erindi dettur manni
eit.t í hug: Væri ekki tilvalið að hafa
við og við vel undirbúin minningar-
kvöld erlendra stór,skálda. Nokkurra
íslenzkra skálda hefur verið minnzt
á þann hátt, og þótt hið vinsælasta
útvarpsefni.
Yrði á slíkum kvöldum að liaJda
greinargott erindi urn æfi og ritstörf
skáidanna, Jesa upp úr verkum þeirra
og syngja lög við kvæði eftir þau. —
★
Efni kvöldvökunnar 15. marz var
heldur fábreytt, en mátti heita gott
það sem það var. Hinn góðkunni og
duglegi fræðimaður, Einar Öl. Sveins-
son, flutti fróðlegt erindi um huldu-
fólk og trúna á þaö. Einari telíu; oft
það, sem sumum öðrum fræðimönn-
um -’eitist erfitt, að gera viðfarigsefn'
sín hugleikin og aðlaðandi. Hann er
líka orðinn vinsæll fyrirlesari.
★
Annars, verð ég að segja það um
útva.rpið undanfarna daga, að þaó;
hefur haft heldur fátt hýtt að flytja.
Þar ríkir enn sem fyrr hálfgerður
drungi, og andi deyfðarinnar svífur