Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Blaðsíða 4
124 ------
FAGUR FISKUR 1 SJÓ.
Gulur, fagur fiskur í sjó
fimur synti, lék og smó;
fram hjá skógum, klifum, klettum,
kóralhöllum perlusettum,
hafsins tröllum gleypi-grettum
Gulur smó.
Grátt er stun.dum gamanið
í grænum sjó.
Hér af svinnir megir manna
mega nema speki sanna:
Pað er margt, sem þarf að kanna,
þar sem Gulur bjó.
Gulur, fagur fiskur í sjó
finnur hvergi stundar-ró;
líkt og öðrum lífsins sonum
-— lýðir skilja það að vonum —
allt var þetta ást, sem honum
eirðarleysi bjó.
Fór hann sig- að fína, netta,
fetta, bi'etta, sveigja, rétta,
uggum spretta, sporði skvetta,
spyrnti fast í sjó.
Virtist fullt af frúarefnum
fríðum, blíðum, undirgefnum
samt iauk þessum sælustefnum
svo, að ekki nóg
reyndist. af því góða kyni
í grænum sjó,
Gulur, fagur fiskur í sjó
fór í land og h]ó< og hló!
Lýðir á hann augun sperra,
æpa, stappa, rymja, hnerra
— annaö verra, að sá herra
í því standi dó,
Hér af svinnir megir manna
mega nema speki sanna:
Það er margt, sem þarf að kanna,
þar sem Gulur bjó.
Friðrik A. Friðriksson,
..—HZZÚTVARPSTÍÐINDI
HUMORESQUE.
Þegar geislájr sumarsólar
signa grundir, dal og hóla,
man. ég brosfð blítt í augum þinum.
Sat ég þá hjá læk í lautu,
lét mig gleyma öllum þrautum,
dvaldi í draumum mínum.
Þetta. allt við áttum saman,
yndislegt var þá og' gaman,
er vió gengum tvö í græna lundinn.
Frjálsir heyrðust fuglar hjala,
frítt var þá um byggðir dala,
-— blærinn bærði sundin.
Manstu, þegar vorið á vængjum
fór um dalinn,
vi,ni sína kyssti á hverjum bæ.
Lækir allir þutu í leik um fjallasalinn,
liðu bui't og hurfu í þöglan sæ.
Þér ég helga þessa óma,
þessa léttu, glettnu hljóma,
þetta vor í lagi og ljóði mínu.
Allt það, sem ég ann, af hjarta,
ástin milda og' ljósið bjarta
býr í brjósti þínu.
Þegar glitrandi loft er gullksýjum
vafið,
geislandi sól í heiði skín,
dreg ég seglin við hún og sigli’ út
á hafið,
syngjandi í byr til þín, þú ástin mín,
J. V. Hafstein.
M ANSÖNGUR.
Nóttin faðmar fjall og hlíð,
færist ró um dal og' engi.
Blærinn leikur létt og þýð
lög á þúsund gullinstrengi.
Heyrist villtra vængja blak
— vorblá hvelfing endurhljómar.
Titrar síösta svanakvak,