Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Qupperneq 13

Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Qupperneq 13
ÚTVARPSTÍÐINDl nœst hinu talaða máli. En eins og sakir st.anda, má slíkt kallast vítaverð skammsýni. Um líkt leyti og flutt. voru í út- varpið erindi hau, er ég áður nefndi og- tilgreindi nokkur dæmi, úr, talaði próf. Sigurður Nordal um Stephan G. og Einar Ben. Erindi hans voru af- burðasnjöll að efni og formi, en auk þess var framburður tungunna.r i flutningi með þeim ágætum - eins og jafnan hjá Sigurði, — að öllu bet- ur verður naumast gert. Furðar mig' stórlega, ef eigi hefur íleirum farið h'kt og mér, að þeim hafi fundizt skipta mjög í tvö horn um erindi hans, og t. d. þau, er áður voru nefnd -—, að því er framburð tungunnar á- hrærir. Pað er líkt og að hverfa úi lokaðri, vis.tarveru, loftillri og kæf- andi, undir hreinan og heiöan himin. En svo er að vísu fyrir þa,kkand;, að þeir eru margir fleiri, en Sigurður Nordal, sem tala, fullorðinna manna mál, en eigi lítt málgra barna, í útvarpinu. Og þó eru þeir ekki nógu margir. Þctð cetti enginn islenzkur maður að misbjóða íslenzkri tungu i íslenzhu rikisút-mrpi. Veit ég vel, að hér er eigi hægt um vik ■ og a,uð~ veldara um að tala en úr að bæta. En útvarpið er nú einu sinni öflugasta. tækið, sem þjóðin á yfir að ráða, til menningar - ■ eða, ómenningar, vegna þess, að það nær til s,vo margra. Og væri það jafnan haft, hugfast við flutning hins mælta. máls, að útvarp- ið ber fyrst og fremst að nota. til auk- innar menningar þjóðinm', en útrým- ingar ómenningu. Það á að vinna að aukinni fegurð og tíguleik hins talaða orðs. Gísli Magnússou, Eyhildarholti í Skagafirði, - 133 Til Sigurðar Einarssonar og frétta- stofunnar. Pað hefur komið fyrir alloft upp á síðkastið, a,ð Sigurður Einarsson hef- ur mislesið í flutningi útvarpsfrétt- anna: Les,ið »Rússar« í stað »Finnar« og. »Bandaríkin« í stað »Sovétríkin«. Þetta kemur e. t. v. ekki aö sök fyrir þá, sem vel fylgjast, með, en andvara- lausa hlustendur getur þetta ruglað í ríminu, Vestur-lsfirðingur kvartar undan því, að í fréttum um mórannsóknir liafi önundarfjörður og Súganda- fjörður verið taldir til Norður-lsa- fjarðarsýslu. »Pað trúa yfirleitt allir útvarpinu, og er þaö mikið hrós«, seg- ir bréfritari. »En einmitt vegna. þess, eru vitleysur í útvarpsfréttum svo háskalegar. Það er hættulegt, þegar sannorðir menn skrökva.«. Kveðskapur og rimur. I tilefni af kvöldi Kvæðamannafé- lagsins »Iðunn« vildi ég biðja tjtvarps- tíðindi fyrir nokkur orð. Eg hef haft sérstaklega góða, að- stöðu til þess, að hiusta eftir rödd fólksins. vegna, þess, að ég er að öðr- um þræði atvinnuflakkari og hitti marga. Því veit ég það, að margir hlökkuðu til þessa kvölds, því að fjöldi manns, hefur gaman, af að heyra kveðnar vísur. En ég er hræddur um, að taLsvert margir hafi orðið fyrir vonbrigðum af kvöldi Iðunnar. Á- stæðurnar munu einkum vera ]jær, að fólki finnst minna til um aö heyra kyenfólk kveða. Rímnakveðskapur þykir fara bezt hjá þeirn, sem hafa djúpa rödd og sterka og er því karl- mannaverk, en ekki. kvenna, Það er líka þreytandi, að hlusta lengi á sömu stemmuna. Okkar gömlu rímna-

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.