Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Qupperneq 12

Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Qupperneq 12
ISLENZKAN OG OTVARPIÐ. Þaö hygg ég mála sannast, að þeirr; þjóð sé andlegur háski búinn, sem hirðulaus er um meðferð móðurmáls- ins. Er þetta svo augljóst mál, að eigi er þörf raka. En þó að hér sé um við- urkennd sannindi að ræða, vill all- mjög á það bresta, að þau séu óilum þorra manna ávallt hugstæð. Er okk- ur íslendingum þó þeim mun meiri vandi á höndum í þessum efnum, sem það er öldungis, vlst, að það, sem við eigum af andlegri atgervi, er fyrst og fremst móðurmálinu, íslenzkri tungu. að þakka. Má þó segja, að það sé bein drengskaparsök gagnv*rt sjálfum okkur fyrst og fremst, að flekka ekki þann fágæta arf, er okk- ur hefur hlotnazt, þar sem er íslenzk tunga. Formaður útvarpsráðs drap á þao í útvar])i fyrir nokkru, er hann ræddí, um vetrardagskrána, að í ráði væri, að mér skildist, að ætla íslenzk- unni, þ. e. móðurmálsfræðslu, víðari sess í útvarpinu og veglegri hér eft- ir en hingað til. Þetta var orð í tíma talað. Því að enda þótt því fari víðs- fjarri, að allir skrifi lýtalausa ís- lenzku, þá fer því þó, að ég hygg, stórum fjær, að allir tali hana lýta- laust. Og að vísu er þetta næsta eðli- legt: 1 'óllum skólum er kennt að rita málið. I engum skóla er kennt að tala það — eða sár-fáum a. m. k. Af- leiðingarnar eru þvílíkar, sem vænta má —: Talvillur, hljóðvillur, tæpi- tunga (linmæli). Af framburðargöllum mun tæpi,- tungan vera algengust og útbreidd- ufit. Ræð ég það, m. a., af útvarpinu. Ég minnist, ekki, að hafa hlýtt þar á hljóðvilltan mann í máli. En annar- hver maður, að kalla, sem erindi flyt- ur í útvarp, er íinmáU — gerir sér tæpitungu. Fyrir skömmu síöan kom frú ein í útvarpið og flutti gott erindi og þarft — að efni til. Er hún hafði tal- að um sinn, fór ég að skrifa--------: .... Reypjavíp .... þar við bædist .... tímaridinu .... það vic/a þar að aufiíi allir .... noda .... í sauð- lidum .... kauöa .... sem bedur fer .... við vidum .... dálídið .... Er hér var komið, hætti ég aó skrifa. Daginn eftir flutti gagnmenntaður maður eri.ndi í útvarpið. Þá mátti heyra þetta, m. a.: .... vedur .... þopu hjúbaðir .... geda .... sidur o. s. frv. Fáum dögum síðar kom ég inn í í miðju erindi kaupsýslu,manns. Fyrstu oróin, sem ég heyröi, voru: .... nýdur bedur .... Svona mætti lengi telja. Hótfyndni! — Kann. einhver að segja. Nei, — ónei. Það er ekki hótíyndni. Þetta er misþyrming á málinu, senr hæglega getur til þess leitt, að þess- ari kyngi mögnuðu tungu hverfi. tign og þróttur, svo að hún verði hæfilegt mál hóglífismönnum ei,num. Og þv; meiri þörf er á að stinga hér við fót- um, þar sem æ .liggur opin fyrir sú hætta, að hið ritaða mál dragi dám af talmálinu, hversu sem um það fer. Vantar og sázt, að haldið sé því fram af sumum mönnum, aö réttmætt sé og eðlijegt í alla staði, að rita sem

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.