Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Blaðsíða 14
134 ÚTVABPSTÍÐINDI skáld gættu þess líka, að ofþreyta ekki á þann hátt. Þau höfðu yfirleitt ekki tvær rímur í röð með sama brag- arhætti. Það eru margir, sem vildu heyra kveðið úr okkar g'ömlu og g'óðu rímum öðruhvoru. Það má t. d. nefna ber- serkjarímuna úr Grettisljóðum eða þá rímuna urn víg Þorbjarnar Yxnamegns. Eins væri gaman af köflum úr Andrarímum, Númarím- um, Göngu-Hrólfsrímum, Svoldarrím- um eða Alþingisrímunum, svo að nokkur dæmi séu nefnd af hálfgerðu handahófi. Slíkum kveðska]! hefðu menn meira yndi af en sundui’laus- um stökum miðlungs-hagyrðinga. Það gæti líka komið til mála, að hlutast. 11 um það, að góð rímnaskáld, sem nú eru uppi, yrki rímur ai' nútícÞ armönnum. Allir viðurkenna rímur af Oddi sterka, og það er mjög leitt, ef rímur Steins Steinars af Jóni Páls- syni frá hlíð eru glataðar, eiris og heyrzt hefur. Þar voru þó ágætar vís- ur, eins og' það hrafl, sem komizt hef- ut' út á milli manna sýnir. Ég ætla hér að stelast til að tilfæra sýnishorn eins og vindurinn færði mér þau. Víst þótt bágt sé viðhorf mitt, veröld fátt mér gefi, ei skal þrátta um það né hitt. Þið ég átta hefi. Og hvað segja menn urn þessa: Seiöú' lýðinn sævarblik, sjá menn víða bát. á floti, þykir tíðum þungt um vik, þeim, sem bíða heima í koti. Eða, þeesa: Sízt viðcu jamtar saltri gusu sýnist. tamt hvað hættast er, iði.nn jafnt. við ár sem pusu, aflið skammtar hvergi sér. Það yrði vissulega, vel þegið af mörgum útvarpshlustendum, að heyra öðruhvoru, kveðnar góðar rímur. Halldór Kristjánsaon. Bamatínvinn á sunnudaginn (S. <les) var að sumu leyti eftirtektarverður. Jónas Jónsson alþingism. flutri frá- sögn sögulegs efnis. Vera má, að þessi lestur hati ekki heppnazt að öllu leyti vel, framsetn- ingin mun tæplega ha,fa verið n'.egi- lega Ijós og barnaleg, a. m. k. ekki fyrir yngri, börn — en hitt er ég sann,- færður um, að með því að veija við- fang;sefni úr IsJandssögunni til flutn- ings í barnatímum,. er verið aö stíga spor í rétta átt. — Mér virðist, að öll tímabil Islandssögunnar fe!i í s,ér efni, sem ætti að vera hæg't að gei'a aðgengilegt fyrir liörn. Og það, að vekja áhuga barna og' æskulýðs fyrir sögu vorri og fornbókmenntum, tel ég menningarlega nauðsyn. Annað atriði barnatímans var ein- leikur á píanó. Ungur drengur, ao- eins 13 ára gamall,. Jón Nordal að nafni. (sonur Sigurðar Nordals pr«jf- essors), lék þarna nokkur smálög e' t- ir sjálfan sig. Þarna var kynnt hvcrt smálagið af öðru, eins og t, d. >Tin- dátama,rz«, »Til frænku minnarr, »Kvöld á eyðimörkinni«, »Vöggul: ð« o. íl. Þessi lög ei'u sjálfsagt ekki riein stórvirki, en ýmsum, sem á þau, hlýddu, þóttu þau snotur, og óneit- anlega er það óvenjulegt og um leið dálítíð eftirtektarvert, að lieyra kynnt lög eftir svo kornungan hóf- und, enda, þótt þau spái engu ákveðnu um það, hvort hér sé á ferðinni efni í listamann. Jón, liitli hefur notið til- sagnar í píanóleik í tvö ár. Nú síðast hjá hr. Árna Kristjánssyni píanóieik- ara. K.

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.