Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 11.12.1939, Blaðsíða 7
ÖTVAKPSTÍÐINDI 127 GUNNLAUGUR BRIEM: HVERNIG ER HÆGT ÁÐ SPÁRA RÁFHLÖÐUR? Fjöldi þessara litlu og ódýru 3- lampa viþtækja fluttist hingað fyrir 8—9 árum. Rafhlöðutaugin var upp- haflega aamsett af mörgum gljágarns- taugum með brúnum grunnlit, en mis- munandi lituð rák var ofin inn í brúna garnið, og fór li.turinn eftir því, hvar endi þeirrar taugar átti að tengjast. Auk þess átti rafhlöðutind- urinn á taugarendanum að hafa sama lit. Með tímanum var skipt um raf- HASPENNURAFHLfiÐA hlöðutinda hjá notendum og fékkst þá ekki, alltaf hinn sami. litur og áð- ur, og auk þess urðu litarrákirnar í ral'hlöðutauginni ógreinilegar, og varð þá oft að festa sérstök merki- spjöld við taugarendana. Á meðfvlgjandi mynd er sýnd teng- ing þessa viðtækis. við nýja einfalda Pertrix rafhlöðu. Pegar rafhlaðan eldist, smáfellur spennan, og verður þá að færa gula endann, sem er tengdur við 9 volta snertuna. á mynd- inni., smám saman niður á 7,5, (>, 4.5 o. s. frv. Ef þess er vandlega gætt, að færa hann aldrei lengra niður en nauðsynlegt er til þess að sæmilega heyrist, eyðir þetta tæki mjög litlum straumj úr raflilöðunni, og eru jafn- vel dæmi til þess, að einföld rafhlaða hafi enzt nærri tvö ár við svona við- tæki, þótt það væri, notað um tvær stundir daglega. Hjnsvegar getur end- ingin orðið mun styttri, ef tækiö er ekki rétt tengt við rafhlöðuna, sér- staklega guli. endinn. Ef sá endi er tengdur við 6 í stað 9, verður eyðslan tvöfalt meiri og' end- ingin helmingi minni, Ef hann er tengdur viö 1,5 í stað 9, verður endingin fjórum sinnum minni, en ennþá skem- ur endist rafhlaðan, ef guli endinn er tengdur við sömu snertu og græni endinn, eða ef græni endinn er tengdur á hærri snertu (t. d. 9 volta snertu) en guli. endinn. Ef 120 volta, rafhlaða er RflFGEYMIR notuð í stað 150 volta, verður að tengja gula endann við 6 volta snertu til þess að sæmilega heyrist. Útvarpsnotendur verða að gæta þess vandlega við þetta tæki, eins og

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.