Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 11
Spurningar og svör Jón Gunnarsson á- Hofi í Dýra- firði hefur sent oss þær sex spurn- ingar, sem hér fara á eftir. 1. sp. Er það skaðlegt fyrir út- varpstæki, t. d. lampa þeirra, að þau séu höfð opin, þegar truflanir eru af hagléli eða rigningu, eða cr ef til vill hægt að koma í veg fyrir truflanir þessar? Sv.: Það er útvarpstækjum óskað- legt, þótt rigning eða haglél sé úti, ef ekki er beinlínis um þrumuveður að ræða. Ekki er hægt að koma í veg fyrir þess konar truflanir. 2. sp. Er sparnaður að því að tengja við útvarpstæki gamla raf- hlöðu ásamt nýrri, sé sú gamla orð- in ónothæf einsömul? Sv.: Það er aðeins til skaða að tengja ónýta rafhlöðu við nýja, en sé hún hálfeydd eða því um líkt, þá getur hún komið að gagni. 3. sp. Er hægt að spara straum- eyðslu við útvarpstækið Columbia nr. 1001 með því að minnka hljóð- styrkinn með hljóðstyrksstillinum? Sv.: Straumeyðsla þessa tækis verð- ur dálítið minni, ef dregið er úr hljóðstyrknum. 4. sp. Er hægt að nota kristalmót- tökutæki til viðtöku íslenzka út- varpsins víða út um land, nú eftir stækkun útvarpsstöðvarinnar? Væri til dæmis hægt að nota þau á Vest- fjörðum? Sv.: Eins og kunnugt er heyrðust smástöðvar (0,1—0,5 kílówatt) yf- ir þúsund kílómetra á krystalvið- tæki fyrir 15—20 árum, en að vísu mjög veikt í heyrnartóli. Síðan hafa verið reistar mörg þúsund radíó- stöðvar með allt að 500 kílówatta afli og hafa þær spillt þannig „loft- inu“, að ekki er hægt að heyra eins veik merki og áður vegna suðu og ýmiskonar truflana frá þessum stöðvum. Krystal-langdrægið hefur því farið síminnkandi ár frá ári, þó að afl stöðvanna væri jafn mikið eða jafnvel meira. Krystaltækin eru því alveg að hverfa úr notkun um allan heim. Krystal-langdrægið er einnig mjög komið undir hæð loftnetsins, þannig að með einu loft- neti heyrist margfalt lengra en með öðru. Um stöðina hér er upplýst, að hún heyrðist nálægt Patreksfirði á krystaltæki, áður en hún var stækk- uð. Styrkur útvarpsstöðvarinnar er yfir 1 mv/m á Vestfjörðum, á Blönduósi, Siglufirði og austur í Mýrdal, en fyrir 1930 var slíkur styrkur erlendis talinn nægilegur fyrir krystalviðtöku með góðu loft- neti. Nú er heimtað 5—10 niv/m og geta því Vestfirðirnir ekki talist með nema sumstaðar að sunnan- verðu. 5. sp. Fást kristaltæki hér á landi, og hvað er verð þeirra, ef svo er? Sv.: Krystaltæki eru nú ekki fáan- leg hér, en kostuðu síðast um 12 krónur. Voru þá seld nokkur stykki, en hefur víst öllum verið skilað aft- ur, því að mönnum leiddist að þurfa að sitja með heyrnartól á eyrunum og þurfa alltaf að vera að stilla krystalinn, og svo varð að vera al- veg hljótt í herberginu meðan hlust- að var. Hin háu loftnet, er krystal- tækin þurfa, kosta venjulega svip- að og lampatæki, svo að hin fjár- hagslega hlið var heldur ekki eins álitleg og menn héldu í fyrstu. 6. sp. Hvað líður útgáfu bókar um meðferð á útvarpstækjum og einföldustu reglum um viðgerðir og annað, er að þessu lýtur? Mér finnst að hana skorti mjög tilfinnanlega hér á landi. En í Danmörku t. d. hafa verið gefnar út mjög fróðleg- ar bækur um þetta efni. ÚTVARPSTÍÐINDI 439

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.