Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 6

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 6
< Aldur tónskálda og afköst. Schubert dó 31 árs gamall, Mozart 35, Mendelssohn 38 og' Chopin 39 ára gamall. Hins vegar náði Bach 65 ára aldri, Handel 74, Haydn 77, Saint-Saens 86 og Verdi 87 ára aldri. Þessi mikli munur á langlífi ofangreindra tónskálda vekur eðlilega spurningar svip- aðar þessum: Er nokkurt ákveðið tímabil í æfi tónskáldanna einkennandi hvað snert- ir hugmyndaflug og sköpun listaverka? A hvaða tímabili æfinnar er tónskáldið af- kastamest? I amerískum háskólum hafa verið gerð- ar nákvæmar rannsóknir í þá átt, að fá úr því skorið, og eru línurit þau, sem hér eru sýnd, árangur þeirra rannsókna. Þar sem sum tónskáld deyja ung, en önnur ná aðeins að vei'ða miðaldra, er aug- ljóst að yfirgnæfandi meiri hluti allra tón- verkanna verður til áður en tónskáldin ná t. d. fertugsaldri. Þess vegna myndi reikn- ingslegt aldursmeðaltal það, sem öll tón- verk hafa verið sköpuð á, verða villandi sem niðurstöðugrundvöllur. Ef t. d. helm- ingi færri tónskáld eru lifandi um sextugt heldur en um þrítugt, myndi minni fram- leiðsla hinna eldri ekki nauðsynlega tákna, að sköpunargáfa þeirra hafi minnkað við aldurinn, heldur aðeins það, að færri myndu alltaf koma undir þennan aldurs- flokk. Til þess þess vegna að fá rétta mynd af ,,framleiðsluskeiði“ hvers einstaks tón- skálds yfir alla æfina, hafa rannsóknirnar verið gerðar á öðrum grundvelli: Tekin voru nokkur hundruð tónskáld, æfiskeiði þeirra skipt niður í 5 ára tímabil og talin þau mikilvæg tónverk, sem skapazt höfðu á hverju þessara tímabila. Síðan voru tek- in tónverk þau, sem urðu til á hverju 5 ára aldurstímabili og þeim síðan deilt með tölu þeirra tónskálda, er þá stóðu í mestum blóma. Utkoman er athyglisverð og líkleg til að vekja nokkra undrun meðal sumra tónmenntamanna. Eftirtektarvert er t. d., að léttar óper- ur og söngleikir verða yfirleitt til á hærra aldurstímabili heldur en hinar þyngri óper- ur, sem eru alvarlegs eðlis (stór-óperur). Eins og sjá má á línuritunum hafa þannig 38 tónskáld ýmsra þjóða, sem samið hafa 82 vinsælustu stór-óperurnar, sýnt mest afköst á aldrinum milli 35—39 ára, en 54 tónskáld, sem samið hafa 121 hinna fræg- ustu léttari söngleilcja, hafa sýnt mest af- köst á aldrinum 40—44 ára. G. P. þýddi. i Línurit nr. 1 á að sýna, á hvaða uldurs- skeiðum 130 amerílcsk tónskáld hafa eink- um samið tónverk sín. Línurit nr. 2 á að sýna, að léttar óperur semja menn helzt milli fertugs og fimmtugs. En það þriðja, að klassiskar stór-óþerur skapa menn helzt milli þrítugs og fertugs — og kemur það sem næst því heim við það álit sálarfræðimmr, að menn séu yfirleitt gáfaðastir á því æfiskeiði. 434 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.