Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 2
Eftirfarandi saga er sögð frá sveitaþorpi
einu í Rússlandi. Bakarinn í þorpinu keypti
smjör hjá bónda nokkrum og greiddi það
að jafnaði með brauðum. Honum fannst
smjörið vera lakvegið og vóg það því í
nokkra daga, og reyndist það léttara en
það átti að vera. Þá brast þolinmæði bak-
arans og hann kærði málið fyrir lögreglu-
stjói'anum.
Pyrir rannsóknardóminum spurði dómar-
inn:
— Þér eigið þó liklega vog?
— Já, auðvitað. Ég á skálar.
— Og lóð?
— Nei.
— Hvernig farið þér þá að vega smjör-
ið?
— Það er ósköp auðvelt, sagði bóndinn.
Síðan bakarinn fór að kaupa hjá mér smjör,
hef ég fengið brauð hjá honum, og svo hef
ég pundsbrauðin hans fyrir lóð, þegar ég
veg smjörið hans. Sé það ekki nákvæmt,
er skuldin ekki hjá mér, heldur honum.
Það var bakarinn, sem varð að greiða
allan málskostnað ,og skaðabætur að auki.
Fyrir stríðið hittust Englendingur, Am-
eríkani og Þjóðverji á gildaskála. Talið
beindist að risaskipum úthafanna, og Eng-
lendingurinn sagði: — Skipstjórarnir á
stærstu skipunum okkar hafa einkabifreið
til þess að ferðast um stjórnpallinn.
— Heyrt hefur maður nú annað eins,
sagði Ameríkaninn, því að vélameistararn-
ir á okkar skipum ferðast um í flugvélum,
til þess að smyrja vélarnar.
— Það er og, sagði Þjóðverjinn. En
ÚTVARPSTÍÐINDI
koma öt vikulega aC vetrinum, 28 tölubl.
16 blatSBÍCur hvert. Árgangurinn kostar
kr. 5.60 til áskrifenda og greitSist fyrir-
fram. 1 lausasðlu kostar heftitS 25 aura.
Ritstjóri og ábyrgfSarmatSur:
KRISTJÁN FRIÐRIKSSON
BergstatSastr. 48 — Sfmi 5046
Útgefnndi: H/f. Hlustandinn
ísafoldarpreijtsmitSja h/f.
matsveinarnir á okkar skipum hafa hver
um sig kafbát til þess að hræra í súpu-
pottinum.
Einar Sigiusson á þórsliöfn var einu
sinni staddur um borð í þýzku fiskitöku-
skipi á þórshöfn og var að fala sígarettur.
Lítt skildi Einar ])ýzlcti og fór viðskipta-
málið fram ú fingrum lieggja aðila. —
Pakkinn átti að kosta 2 krónur. Einari
þótti dýi't og rétti fyrst upp einn fingur.
þá liristu þeir þýsku höfuðið. En Einat'
hafði misst hálfan fingur, telcur því þaó
ráð að rétta upp heilan fingur og stubb-
inn. þetta hafði þau áhrif, að hann fékk
pakkann fyrir kr. 1,50.
Guðmundur Vigfússon hafnsögumaður
á þórshöfn er maður findinn og segir oft
skemmtileg œfintýri, sem hann ætlast
ekki til að menn trúi. S. 1. sumar var hann
að segja Jóansi nokkrum Albertssyni eitr.
slíkt æfintýri og talaði þá nokkuð hratt.
Jónasi vai'ð þá að orði: „þú mátt ekki
ljúga svo hart, að ég liafi ekki við að trna
þér“. Guðmundi líkaði svarið svo vel, að
liann gaf karli vel í staupinu.
Þegar Carl D. Tulinius foi'stjóri frétti
um hertöku Danmerkur og fullveldisyfirlýs-
ingu islenzku ríkisstjórnarinpar, varð hon-
um að orði: „Kannske það geri gæfumun-
inn, að Danir hafa nú engan hermann, en
við höfum einn“.
Vigíús Sigurgeirsson
Ljósmyndastofa
Slmi 2216
Bankastrœii 10
Reykjavlk
Vinsælustu myndirnar eru nú teknar á Ijósmyndastofu vorri
Mikið af fallegum landslagsmyndum. Tilvaldar tækifærisgjafir
430
ÚTVARPSTÍÐINDl