Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 3

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 3
Hálf kveðnar vísur Samtal við Gunnar Gunnarsson skáld Eftir að ég hafði lesið viðtöl, sem blaðamenn hér í Reykjavík höfðu átt við Gunnar Gunnarsson skáld, nú eftir að hann kom úr ferðalagi sínu um Þýzkaland og Danmörku, hafði ég ákveðið að gera enga til- raun til að ná tali af honum, því að mér virtist sem hann hefði lítið vilj- að láta eftir sér hafa. En svo kom útvarpserindi hans þ. 22. þ. m. með öllum sínum hálfkveðnu vísum. Eft- ir að hafa hlýtt á það, fékk ég löng- un til að reyna að fá nánari skil- greiningu á ýmsum atriðum, sem hann drap þar á aðeins lauslega. Fór ég því á fund hans,þar sem hann bjó á Hótel Borg, og sagði honum erindi mitt. Skáldið tók mér vel, en ég varð þess fljótt var, að hann ætl- aði ekki að láta mig sækja gull í greipar sér, frekar en hina blaða- mennina. Ætlaði ekki að segja of mikið. Ég hugsaði mér þó að gera mitt bezta til að fá hann til að láta í ljós ákveðna skoðun a. m. k. um éitt- hvað. — Þér sögðuð í útvarpserindi yð- ar, að þjóðin ætti að vera ein heild. Ber það e. t. v. að skilja svo, að við ættum öll að sameinast í einn stjórn- málaflokk líkt og nú gerist í sum- um löndum álfunnar. —Ekkert segi ég í þá átt.En ég lít svo á, að menn ættu að lofa flokks- deilunum að sofna sér dúr á meðan núverandi örðugleikar standa yfir. Við höfum að vísu þjóðstjórn, og um það er gott eitt að segja, en mér virðist, að samhugurinn og sam- heldnin gætu verið meiri. — Þér fóruð hörðum orðum um samtíðarmenn yðar fyrir það, hvað þeir voru harðorðir hver um annan. Líklega er það þó ekki skoðun yð- ar, að gagnrýnin eigi að leggjast á hilluna — enda gagnrýnduð þér sjálfur sem ákafast. — Gagni'ýni má auðvitað ekki falla niður, en menn verða að temja sér meiri siðfágun og orðvendni í dómum sínum hver um annan. Ég tel illt að beitast að mönnum með lítt rökstuddum palladómum — teldi ákjósanlegt, ef menn temdu sér að geta staðið við orð sín. Mér finnst gæta allt of mikið sjúklegrar löngunar hjá fólki til að dæma um efni, sem það hefur ekki skilyrði til að skilja. Það er ekki hollt fyrir mannssálina að drekka sig drukkna í tilfinningum, sem grundvallaðar eru á fölskum forsendum. — Aðal- takmark okkar ætti að vera að lifa í friði hver við annan. Deilurnar hér heima eru aðeins smækkuð mynd af hinum mikla ófriði. Sömu öfl, sem eru að verki. Þess vegna getum við í vissum skilningi litið svo á, að við séum samsek um ástandið í heiminum núna. — Þér töluðuð um það af mikl- um þunga, að þessir tímar væru ör- laga- og alvöruþrungnir fyrir okk- ur Islendinga. Öll vitum við að tím- arnir eru hættulegir, en mér ein- ÚTVARPSTÍÐINDI 431

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.