Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 14
bóka, blaða og tímaríta, til að leita þar af
sér allan grun. Þá þarf að rannsaka hand-
rit, eldri og yngri, þar sem nokkur fengs-
von er. Slíkt starf getur þó beðið. Prent-
aðar og ritaðar heimildir geymast, og úr
þeim má vinna hvenær sem vera skal. En
það sem hvað mest er um vert og fyrst
þarf að gerast, er að ná saman og velja úr
óskráðu stökunum, svo að þær varðveitist,
sem eiga það skilið. í hverri sveit mun vera
til meira og minna af kveðskap, sem skap-
azt hefur í önnum dagsins og aldrei er hirt
um að skrifa niður. Flýtur þar oft með
eitthvað af góðum stökum, sem aðeins lifa
á vörum nokkurra manna, en ættu það skil-
ið að bjargast frá glötun. Það yrði því ein-
hver fyrsta skylda þess manns, sem tæki
að sér söfnun, slíka sem hér er um rætt,
að ráða sér til samstarfs vísnafróða og
smekkvísa menn, í hverju einasta héraði
landsins. Sæju þeir svo um söfnunina um-
hverfis sig, í samráði við forstöðumann
verksins. — Þetta er mál, sem miklu ræki-
legar þyrfti að hreyfa við, þótt hér sé ekki
rúm til að fara um það fleiri orðum.
í sambandi við vísnalesturimi má og
minna á annað, sem útvarpið gæti gert, og
vafalaust yrði hlustendum til ánægju, ef
vel tækist. Það væri að koma á föstu vísna-
kvöldi, t. d. einu sinni í mánuði. Mætti
hafa tilhögunina á þá leið, að fenginn væri
góður maður til að sjá um þennan dag-
skrárlið. Síðan væri hverjum sem vildi
heimilt að senda honum stökur og kvæði.
Hann veldi úr því, sem bærist og viðaði að
sér öðru hæfu efni eftir föngum. Kæmi í
því sambandi til mála, að lesa upp vísur
ýmsra eldri hagyrbinga, sem nú eru til-
tölulega fáum kunnar. Einnig væri vel við-
eigandi, að lesin væru upp eitt eða tvö
kvæði úr nýjum ljóðabókum, sem koma á
markað, til að gefa sýnishorn af því, sem
þar er á ferð. — A hinum tilteknu tímum
kæmi svo vísnamaðurinn fram með það,
sem hann hefur viðað að sér. Næðist um
þetta góð samvinna milli útvarpsins og
hinna mörgu hagyrðinga vorra, er ég ekki
í neinum vafa um, að slík vísnakvöld yrðu
vinsæl. Varla trúi ég heldur öðru, en að
töluvert yrði sent af útvarpshæfu efni.
Öllum tímaritum berst töluvert slíkra send-
inga, þótt fæst þeirra séu gefin út í meira
en 2—3 þús. eintökum. Hvers vegna ættu
menn síður að vilja láta útvarpið flytja
kveðskap sinn fyrir eyru 30—50 þús. hlust-
enda? Að minnsta kosti er ekki miklu spillt,
þótt tilraun verði gerð með nokkur vísna
kvíld ,í svipuðum stíl og hér er lagt til.
Gils.
Tryggðareiðinn tókstu —.
Ljóð við skozkt þjóðlag.
(Nokkrar óskir hafa borizt um að þess-
ar vísur yrðu birtar. Guðni Asgeirsson söng
þær í útvarpið í vetur.)
Tryggðaeiðinn tókstu frá mér —
týndir mínum gæfusjóð,
aðeins skildurðu eftir hjá mér
örlaganna brunna glóð.
Allar hjartans undir þrotnar,
ástin köld sem hrímað g'ler,
vona minna borgir brotnar,
sem byggðar voru handa þér.
Fyrir handan fjöllin háu
finn ég liggja sporin þin,
engilskæru augun bláu
aftur birtast minni sýn.
Ljúft er samt að lifa og dreyma
og líta yfir farinn veg.
Minningarnar mun ég geyma,
meðan lífsins anda dreg.
Guðm. Einarsson.
DAGSKRÁ 1. MAÍ
(Þessa dagskrá vantaði í síðasta hefti, en
birtist nú hér).
20.15 Útvarpshljómsveitin: Sjá hin ung-
borna tíð.
20.20 Ræða: Einar Björnsson form. verka-
mannafél. Dagsbrún.
20.45 Útvarpshljómsveitin: íslenzk þjóðlög'
(syrpa, 10 mín.). Alþýðulög (syrpa,
10 mín.).
21.10 Karlakórinn Fóstbræður.
21.40 Sig. Einarsson: Upplestur.
22.00 Ágrip af fréttum dagsins.
Danslög.
23.00 Dagskrái'lok. — Ó, guð vors lands.
442
ÚTVARPSTÍÐINDI