Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 29.04.1940, Blaðsíða 13
Úr bréfi frá hlustanda á Tjörnesi. Það eru aðeins tíu vikur liðnar síðan útvarps- tæki kom á heimili mitt, og hefur öllum þótt það góður gestur. — Þeir, sem búa í fjölmenni, geta líklega naumast skilið, hvað útvarp getur verið mikils virði fyrir fá- menn sveitaheimili. Ég hafði að undanförnu lítið eitt kynnzt útvarpinu öðru hvoru, og flestir, sem koma þar fram að staðaldri, voru mér áður að góðu kunnir. Ég er mjög undrandi yfir þeirri andúð, sem Árni frá Múla virðist hafa mætt fyrir flutninginn á útvarpssögu sinni. Þau fimm kvöld, sem hlýtt var á hana hér, kom eng- um til hugar að „skrúfa fyrir“. — Árni hefur góða rödd, og las af alúð og skilning'i. — Hinsvegar er ég ekkert spennt fyrir nýju útvarpssögunni, af þeirri einföldu á- stæðu, að ég var búin að lesa hana áður, og ég trúi varla öðru en að svo sé um fleiri. Leikritin, sem flutt hafa verið, eru mjög margvísleg og ólík, en á flest þeirra hef ég hlustað mér til ánægju — nema „Dag ham- ingjunnar", sem mér fannst ákaflega ó- merkilegur leikur. — Gísli Súrsson er hríf- andi leikur, þó. tókst leikendunum enn bet- ur með Apakrumluna; sérstaklega var þar ógleymanlegur samleikur Arndísar og Ind- riða. — Flutningur á „Hinni hvítu skelf- ingu“ tókst ágætlega. Ættjarðarkvæðakvöldið var skemmtilegt, en ég varð fyrir nokkrum vonbrigðum með ástakvæðin, fannst þau hvergi nærri eins vel valin. — Líka hafa kvöldvökurnar oft verið fremur dauflegar. Fyrirlestrar Sigurðar Nordal voru ó- venju athygglisverðir, en af einstökum er- indum er erindi Jóns úr Vör: Frá Verdun, mér einna minnisstæðast. Það gaf svo átak- anlega glögga mynd. Erindi Aðalbjargar Sigurðardóttur, íslenzk æska, hefðu Útv.t. átt að birta, eigi síður en þátt Þórunnar Magnúsdóttur um Reykjavíkurstúlkuna. Af allri músíkinni þykir mér vænzt um alþýðulögin og þjóðlögin. — Viðvíkjandi „symfóníunum“ vil ég taka fram, að ég er mjög hrifin af tillögum þeim, sem ritstjóri Útvarpstíðinda hefur nýskeð birt um tón- listarnámskeið í útvarpinu. Ég vildi af heil- um hug, að slíkt kæmist í framkvæmd, því vissulega langar mig til að geta notið hinn- ar „æðri tónlistar" betur en nú. Að siðustu þetta: Útvarpið er ómissandi, einkum fyrir sveitirnar, en mikið skortir enn á, að það nái til allra. Það hefur oft snert mig illa, að heyra talað svo í ræðu og riti, sem það væri eign allra jafnt; mér fannst eins og hálft um hálft væri verið að útskúfa okkur „útvarpsleysingjunum". En líklega hugsa ég sjaldnar um þetta nú, siðan ég fékk útvarpið. Það gengur svona, að hver er sjálfum sér næstur. 26. marz 1940. Ií. G. Úr bréfi. Það hefur stundum verið kvartað undan kvöldvökunum í vetur, — að þær hafi ver- ið leiðinlegri en undanfarna vetur, og hall- ast ég að þeirri skoðun. Ég man heldur ekki til þess, að skólarnir hafi haft útvarps- kvöld í vetur eins og venja var undanfarin ár, en oft var gaman að þeim, þó að kvöld- vökur Verzlunarskólans bæru þar af. Meira líf og fjör man ég varla eftir að hafa heyrt í Ríkisútvarpinu og voru allir mjög ánægð- ir með, bæði ungir og gamlir. Og þá er ég kominn að erindinu: Eigum við ekki að fá að heyra til Verzlunarskóla-æskunnar nú á þessu vori? Akureyri, 12. apríl 1940. Jakob Ó. Pétursson. Söfnun lausavísna. Vísnalestur sá, sem fram hefur farið í útvarpinu af og til í vetur, minnir mann á það, að íslenzkra bók- mentamanna bíður mikið og veglegt starf, þar sem er söfnun og útgáfa íslenzkra lausavísna, i svo stórum stíl, að ekkert markvert verði eftir skilið. S’likt er hið mesta nauðsynjamál, og þarf að gerast heldur fyrr en seinna. En það krefur geysi- mikillar vinnu. Fara þarf i gegn um fjölda i ÚTVARPSTÍÐINDI 441

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.