Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Page 9
Pe ríukóngurinn
S ö nn frásögn frá J a p a n
Þegar fyrsti regndropinn féll úr
skýjunum niður í hið stóra, bláa haf,
tóku hinar breiðu öldur hann í arma
sína og vögguðu honum aftur og
fram, eins og litlu barni.
— En hvað ég er lítill í saman-
burði við þetta endalausa haf —
sagði regndropinn. En hafið svar-
aði: Mér geðjast að lítillæti þínu.
Ég vil gera þig eilífan og gefa þér
litskrúð regndropans. Þú skalt vei'ða
að ljósdropa, hinum hreinasta með-
al gimsteina jarðarinnar. Þú skalt
drottna yfir heiminum, og þú skalt
einnig drottna yfir konunni.
Þannig varð perlan til.
(Persnesk helgisögn um uppruna perlunnar).
Milcimoto, perlulcóngurinn.
ÚTVARPSTÍÐINDI
Það var Japaninn Kokichi Miki-
moto, sem fyrstur tók upp á því, að
,,rækta“ perlur. Honum heppnaðist
með hjálp vísindanna að framleiða
þannig gallalausar, hnöttóttar perl-
ur. Mannkynið má því þakka Miki-
moto það, að sá skartgripur, sem
um þúsundir ára hefur verið talinn
öllum gimsteinum dýrmætari, er nú
á 20. öldinni orðinn iðnaðarvara.
Mikimoto er fæddur í perluveiða-
bænum Toba. Þar er ævisaga hans
beinlínis orðin að helgisögn. Börnin
læra hana í skólum bæjarins. Amm-
an segir hana barnabörnum sínum
og ýkir frásögnina furðulega.
En þótt öllum ýkjum sé sleppt,
er saga hans ágætt dæmi um jap-
anska framsækni.
Árið 1852 var Nippon (Japan)
dularfullt, fjarlægt og óþekkt ævin-
týraland fyrir Evrópumönnum. Að
vísu höfðu hollenzkir kaupmenn
leyfi til að verzla í Nagasaki, en
þeir fengu ekki að koma inn í land-
ið.
Alþýðan, sem bjó inni í landinu,
þekkti ekkert til umheimsins, þar
til árið 1852, að amerísk herskip
kröfðust aðgangs að höfnunum og
fulls verzlunarfrelsis.
Árum saman ráðguðust herfor-
ingjarnir um, að hve miklu leyti þeir
ættu að létta af margra alda ein-
angrun og leyfa framandi mönnum
inngöngu í landið, eða hvort reka
skyldi þá af höndum sér.
41