Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Side 10

Útvarpstíðindi - 04.11.1940, Side 10
Um þetta leyti, þegar Japan var að rumska, fæddist í Toba hjá fá- tækri fjölskyldu hinn verðandi perlukóngur. Kokichi litli gat aðeins um næt- ur helgað sig lestrarnámi, því að á daginn varð hann að hjálpa föður sínum við að sjá fjölskyldunni, 11 mönnum, farbqrða. Fjórtán ára gamall var hann orðinn grænmetis- sali. Þegar hann var 18 ára, sá hann í fyrsta skipti útlendinga, og það varð örlagaríkur atburður fyrir hann. Það var sumarnótt og tunglskin. Mikimoto litli vaknar og lítur út á Kyrrahafið og sér úti við sjóndeild- arhring erlent skip. Það var fyrsta enska herskipið, sem kom til Toba. Þá dettur honum nokkuð gott í hug. Hann klæðist í 'skyndi, vekur alla íbúa bæjarins, sem áttu hænsni, kaupir af þeim nýorpin egg, og áð- ur en sól er risin, er hann kominn með þau á leið til hins ókunna her- skips. Mikimoto getur ekki talað ensku, og skipshöfnin kann ekki orð í jap- önsku, en með skringilegu látbragði og' meðfæddri kátínu heillar hann skipshöfnina. Eftir langa sjóferð vilja náttúrlega allir kaupa ný egg. Honum er meira að segja borgað hærra verð en hann setur upp. Og áður en bæjarbúar vakna, hefur hann selt öll sín egg. Skipstjórinn vill ekki sleppa hon- um. Hann vill fá hann til að vera á skipinu. En Mikimoto finnur þunga peninganna í vasa sínum. Svona mikla peninga hefur hann aldrei haft á sér á ævi sinni — og hann er Japani! Hvernig gæti hann yfirgefið ættland sitt á þessu ör- lagaríka augnabliki. Nei, hann vill ekki verða eftir á herskipinu. — Draumar hans höfðu allir snúist um Tokio, hina stóru borg. Nú hefur hann peninga, og þangað verður hann að fara. Og draumur hans verður að veruleika. í Yokohama, næstu borg við To- kio, blómgast perlumóður-verzlun- in jafnt og þétt. Kínverskir kaup- menn byrgja sig þar upp. Og þar er einnig verzlað með ósviknar perlur. Mikimoto veit, að í Toba eru átt- hagar perluskeljarinnar. Þar við ströndina er krökkt af perlumæðr- um og af og til finnast þar perlur. Hann telur kínversku kaupmenn- ina á að koma til Toba, því að þar geti þeir gert ódýrari innkaup. Eft- ir þrjá mánuði vonast hann eftir þeim, og þá ætlar hann að hafa miklar birgðir til taks. Nú þarf snör handtök. Beztu burðarmennirnir hraða sér með hann í burðarstól til Toba. Þar kallar hann bæjarbúa saman. Allir eiga af safna skeljum og kafa eftir perlum. Hann yfir- igefur grænmetisverzlun sína og kaupir perlumæður og perlur fyrir hvern skilding, sem hann á. Kínverjarnir komu á tilsettum tíma og íbúar Toba selja ágætlega. Mikimoto er hetja dagsins og er kosinn í bæjarstjórnina 33 ára gam- all. Hinn ungi verzlunarfrömuður og bæjarfulltrúi fær nú áhuga fyrir stjórnmálum. Útlendingarnir höfðu fært honum heill. Hann styður þess- vegna flokk, sem er velviljaður út- lendingum, berst fyrir þingræði og fyllir flokk hinna frjálslyndu. Hann hugleiðir oft, hvernig á því muni standa, að perluveiðarnar virðast undir tilviljun einni komn- ar. Stundum finnast engar perlur í skeljunum mánuðum saman, en 42 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.