Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 4
í ferð um Svíþjób. Sænskt kvðld Guðlaugur Rósinkranz, yfirkennari. 21.30 Takið undir: — Páll ísólfsson og starfsfólk útvarpsins. 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 21. desember. 19.25 Hljómplótur: Kórlög. 20.30 Leikrit: „AS deyja", eftir Jónas Bald- ursson. 21.15 Útvarpshljómsveitin leikur jólalög. 22.00 Danslög 24.00 Dagskrárlok. 116 Sunnudag 15. des. verður sænskt kvöld í útvarpinu. Fyrst heyrast nokkrir sænskir kórar af plötum. Sænskir kórar eru í miklu áliti víða um lönd. Hér á landi munu margir minnast Stúdentasöngvaranna frá Stokkhólmi, sem komu hingað á „sænsku vikuna" 1936. Þá les Guðlaugur Rosinkranz, yfir- kennari, kafla úr bók um Svíþjóð, er hann hefur samið, og er nú um það leyti að koma út. Bók þessi heitir „Svíþjóð á vorum dögum" og lýsir landi og þjóð, sögu, atvinnuháttum og menningarlífi. Gl. R. hefur dvalið í Svíþjóð í mörg ár og ferðast þar mikið, svo að hann mun vera kunnugri en flestir aðrir Islendingar þar í landi, enda styðst hann í bókinni einkum við þekkingu, er hann hefur aflað sér af eigin sjón og reynd. — M. a. mun Gl. R. á sunnudaginn lesa fyrsta kafla bókarinnar, þar sem einkum er lýst útliti landsins eins og það kemur ferðamanninum fyrir auga. T. d. farast höf. orð á þessa leið, er hann lýsir Skáni: „Vér komum til Skánar fagran há- sumardag. Það er óendanleg slétta svo langt sem augað eygir og hvert, sem litið er. Kornið bylgjast fyrir hlýrri sunnangolunni á hinum víð- ÚTVA.RPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.