Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 09.12.1940, Blaðsíða 12
Fyrir tíu árum Samfal við H. Hjörvar Þ.ann 20. þessa mánaðar eru liðin 10 ár, síðan fyrsta útsending frá ís- lenzka Ríkisútvarpinu fór fram — og mun þessa afmælis verða minnzt í útvarpinu þann dag, eins og dagskrá í þessu blaði ber með sér. Áður hafði þó stöðin verið reynd lítilsháttar, og mun útvarpsstjóri greina nokkuð frá þeim undirbúningi hér í blaðinu síðar. En fyrsta reglulega útsendingin, sem auglýst hafði verið sem dagskrá, hófst þetta kvöld með því að Helgi Hjörvar, sem var hinn fyrsti formað- ar útvarpsráðs, opnaði stöðina með stuttri ræðu. Helgi Hjörvar mun að öllu saman- lögðu hafa unnið meira að dagskrá útvarpsins allt frá stofnun þess, en nokkur einn maður annar. Höfum vér því talað við hann um upphaf útvarpsrekstrarins og álit hans á starfsemi þess yfirleitt. Hann segir: — Þegarútvarpiðbyrjaðifyrirtíu árum, munu margir hafa verið, sem ógerla vissu, hvað um var að vera, og margir létu sér líka fátt um finn- ast, þó að þeir sæju, að hér væri stór- felld nýjung á ferðinni. Flestir töldu, að útvarpið myndi verða ærið dýrt, og reynslan, sem hér var fengin, studdi heldur þá trú. Það hygg ég, að segja megi um starfsemi útvarpsins í heild sinni þessi tíu ár, að þeir, sem gerðu sér rnestar vonir 1930, muni hafa orðið fyrir vonbrigðum, en að allur fjöld- inn, sem lét sér hægt um útvarpið þá, hafi fengið meira en þeir gerðu sér vonir um. Ég var einn af þeim, sem gerðu sér hóflegar vonir, og ég hygg, að ein- mitt það hafi orðið útvarpinu til nokkurs góðs, að því leyti sem ég hafði áhrif á starf þess og stefnu. Ég vildi fara hófsamlega og hægt að öllu í fyrstu og sjást vel fyrir; ég vildi reyna að komast hjá því, að útvarpið hefði sjálft í frammi nokkur þau lof- orð, sem örvænt var að haldin yrðu. Ég efaðist aldrei um vöxt útvarps- ins og útbreiðslu. En ég vildi láta það vaxa af sjálfu sér, hægt og hávaða- laust af forsjármönnum þess. Allir höfðu nokkrar áhyggjur um framtíð- ina, og fjárhagurinn og féleysið þótti mörgum ískyggilegt, sem vorkunn v.ar. Mínar áhyggjur voru með öðrum hætti; það varð mér snemma ljóst, að f járhagsvandinn mundi lagast til- tölulega fljótt. Um það hafði ég eng- an kvíða. En aðra áhyggju bar ég frá upphafi og ber enn, og vakti ég snemma máls á því. Þ.að er hin and- lega fátækt, mannfæðin hjá okkur, sem veldur því, að ákaflega erfitt verður að fá verulegar nýjungar i dagskrána. Því að einu nýjungarnar, sem nokkuð kveður að, eru nýir og nýir úrvalsmenn. Engin uppsuða á gömlum réttum getur jafnazt þar við. Þessi tími kom fljótt, sem ég kveið frá upphafi. En hins vegar hefur trú mín á útvarpið vaxið með hverju ári, trú mín á framtíð þess og möguleika til þess að beita því í þjónustu menn- ingar og góðra siða, engu síður hér í fámenni okkar og fátækt. — Getið þér ekki sagt mér skemmtileg eða minnisstæð atvik frá byrjun útvarpsins eða fyrstu ár- um þess? spyrjum vér. — Efalaust gæti ég það, segir Helgi Hjörvar. Mörg atvik verða minnisstæð, en ekki er ég það gam- all enn, að mér þyki ástæða til að fara út í sálma endurminninganna. Ef til vill er mér það nú minnisstæð- 124 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.