Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Síða 14

Útvarpstíðindi - 23.12.1940, Síða 14
Tryggve Andersen: Við arineldinn. Niðurl. Allt heldra fólkið í sveitinni komst í uppnám. — Á þeim tíma höfðu stéttahleypidómamir mótazt á nokk- uð sérstakan hátt þar um slóðir. Það var fullur fjandskapur milli embætt- ismannanna og bændanna, eins konar pólitískt hatur. Að vísu kom það ekki í veg fyrir, að allmargir bændasynir gerðust liðsforingjar, en það voru þá helzt ungir menn frá stórbýlunum, og þeir fengu strax inngöngu í hóp stétt- arbræðra sinna. En það var talið sjálfsagt, að þeir veldu sér konur úr sinni stétt. Og það gerðu þeir líka venjulega, en margur mun hafa iðr- azt þess árum saman, að hann, stöðu sinnar vegna, hafði bundizt konu, sem stundum var eldri en hann og leit niður á hann og dró enga dul á, að hún hefði tekið niður fyrir sig, er hún giftist honum, þótt hún hefði lát- ið tilleiðast fremur en að verða pipar- mey alla ævi. Dætur heldri manna í afskekktum byggðalögum voru illa settar með biðla og höfðu sjaldan úr miklu að velja. Oftast var auðvelt fyrir karlmenn- ina að komast yfir þessar mannfélags- legu hömlur, sem stéttahrokinn hafði reist. En það var erfiðara fyrir kon- urnar. Brytu þær sjálfar af sér viðj- arnar, voru þær útskúfaðar af sínum nánustu, gleymdar, horfnar. — Það gat farið iila fyrir liðsforingja eða embættismanni, sem gerðist svo djarfur að ganga að eiga rétta og slétta bóndadóttur. Á hann var litið ádeila og kímni. Eftirtektarverð er einnig hin örugga bygging leikrita hans, því að hann leggur alúð mikla við hvert smáatriði, án þess að missa sjónar á heildarsvip leiksins, og verð- ur mynd sú, er hann gefur af per- sónum og viðburðum mjög lifandi og sannfærandi. Hann hefur losað sig við hið alvar- lega form, sem var á leikritum alda- mótatímabilsins, án þess að hafa far- ið út í neinar öfgar. S. M. ræðir al- varleg vandamál, án þess að láta al- vöruna bera listarform leiksins of- urliði. Eins og fyr er greint, er það Leik- félag Reykjavíkur, sem stendur að útsendingu á þessu leikriti. Mun það verða flutt að öllu leyti eins og á venjulegum leiksýningun? og leik- endur allir hinir sömu. Leikskráin er þessi: Maurice Tabret ........ Indriði Waage. Dr. Ilarvester .... Brynjólfur Jóhanness. Frú Tabret ......... Arndís Björnsdóttir. Wáyland, hjúkrunarkona .... þóra Borg. Alice .............. Guðnin Guðmundsd. Licanda, majór ........ Valur Gíslason. Stella Tabret............. Alda Mðller. Colin Tabret...........Gestur Pálsson. Leikurinn fer fram í Gotley House, bústað frú Tabret, nálægt London. „Loginn helgi“ verður fyrsti út- varpsleikurinn á árinu 1941. Við skulum vona, að það viti á gott um leikstarfsemi útvarpsins á árinu. 158 ÚTVARPSTÍÐINDl

x

Útvarpstíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.