Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 4
Leikritið .Oldur' a£tit «éra Jakob Jónsson flutt 18. jan. Séra Jakob Jónsson er fæddur þ. 20. janúar 1904 að Hofi í Álfta- firði. Ólst upp á Djúpavogi. Vígð- ist þangað sem aðstoðarprestur föð- ur síns árið 1928, varð næsta ár prestur á Norðfirði. Haustið 1934 buðu Vestur-lslendingar honum til ársdvalar í Canada, en hann settist þar að. Kom aftur til íslands í ágúst síðastliðnum. Jafnhliða prestskap stundaði hann sálfræðinám um skeið við háskólann í Winnipeg. Frá því á skólaárum sínum hefur séra Jakob ritað smásögur, og hafa sumar birzt í tímaritum vestan og austan hafs. Árið 1934 kom út bók eftir hann: „Framhaldslíf og nú- tímaþekking". Enn fremur þýddi hann ásamt tveim öðrum kenni- mönnum prédikanir eftir Leonard Rafnz, og kom sú bók út hjá Bók- menntafélagi Jafnaðarmanna. — Vestan hafs hóf séra Jakob leik- ritagerð og var fyrsta leikrit hans, „Stapinn“, leikið af leikflokki Sam- bandssafnaðar í Winnipeg. Leikrit- ið „öldur“ er einnig samið fyrir vestan og hefur verið leikið þar í haust, eftir að höf. fór til íslands, víðsvegar í Islendingabyggðum í Canada og Bandaríkjunum. Pastoral-symfónían ’eftir Beethoven (með tóndæmum) (Páll ísólfsson). Laugardagur 18. janúar. 19.25 Hljómplötur: Kórlög o. fl. 20.30. Leikrit: „Öldur“, eftir Jakob Jóns- son (Leikfélag Reykjavíkur) Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Séra Jakob Jónsson Leikritið „öldur“ gerist í ís- Ienzku sjóþorpi. Fyrsti þátturinn fer fram í beitningaskúr niðri á. bryggju, þar sem verið er í óða önn að búa undir róður. Formaðurinn, gömul .sjóhetja, hefur lítið álit á yngri kynslóðinni og telur, að ekk- ert muni úr henni verða í neinum mannraunum eða freistingum. Á Erla, sýslumannsdóttirin (þóra Borg). 172 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.