Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 10
Frá Vínarborg Erindi Jónasar Sveinssonar læknis þann 15. janúar 1 þessu erindi segir J. S. frá ferð sinni til Vínarborgar 1927 og dvöl sinni þar síðar. Þá mun hann rekja nokkuð sögu borgarinnar og skýra þýðingu hennar í sögu Evrópu. 1 fornöld var hún verzlunarmiðstöð fyrir Norðurlönd og Suðurlönd og viðskipti þessara landa við Austur-álfu. Á miðöldunum kemur hún líka mjög við sögu Evrópu, t. d. ýmsar deilur innan álfunnar, s. s. 30 ára stríðið. Einnig má segja, að Vínarbúar hafi á sinn hátt ráðið örlögum Evrópu, með því að hefta hinar herskáu Asíuþjóðir í því að flæða inn yfir álfuna. öldur þeirra þjóð- flutninga brotnuðu a. m. k. þrí- vegis á múrum Vínarborgar. Eftir að Habsborgarættin náði völdum í Austurríki, hefst mjög glæsilegt tímabil í sögu borgarinn- ar, því að þeir gerðu hana að höf- uðborg hins víðlenda austurríska keisaradæmis. Síðar í erindinu er sjálfri borg- inni lýst, sagt frá hinum mörgu og merkilegu stórbyggingum og menningarstofnunum, sem þar eru. Fyrir tvennt er Vín þekkt um víða veröld: Hún hefur alið marga af heimsins þekktustu tónskáld- í Efst t. v.: — St. Stephanslcirkjan í Vín, sem tók 300 ára að byggja. Hún er ein af glœsilegustu kirkjum ver- aldarinnar. Hún er 140 metrar að lengil og túrninn 140 metrar að hæð. Vínar- búar segja, að ef ferðamaður vilji kynnast kirkjunni vel, þá muni það taka hann eitt ár. Miðmyndin t. v.: — Illuti af aðalgötu borgarinnar, I-Iringbraut (Ringstrasse) Hún er 60 m. breið, trjágöng til beggja handa og talin ein fegursta borgargata í veröldinni. Við götu þessa eru ýmsar

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.