Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 13
standa á bróður tónskáldsins, Eggert Stefánssyni söngvara, að gefa þeim byr til fjarlægustu staða með því að syngja þau og túlka í borg og bæ. En eins og kunnugt er, hefur Eggert átt mestan þátt í því að kynna og kenna þjóðinni lög bróður síns. Það eru mörg góð lög, sem þjóðin hefur lært á þennan hátt, en meðal þeirra eru mér kærust: Alfaðir ræð- ur, Heimir og Ég lít í anda liðna tíð. Þótt Sigv. Kaldalóns sé sextugur að árum, eru lög hans enn sem fyrr fersk og ný. Yfir þeim svífur oft þjóðlegur blær. Hann velur sér ekki dægurljóð til meðferðar. Það eru oftast hin kjarnyrtu góðskáld vor, sem hann glímir við. Og honum hefur tekizt á sinn smekkvísa hátt að klæða hið rímaða stuðlaberg Gríms Thomsens og Einars Benediktssonar í mjúkar og stílhreinar voðir tóna sinna. Útvarpið mun í tilefni af þessu af- mæli tónskáldsins helga því kvöld- stund. Verður það 13. jan. n. k. og mun þá Útvarpshljómsveitin leika lög eftir afmælisbarnið. Hallgrímur Helgason flytur erindi um Kaldalóns, Dómkirkjukórinn syngur lög eftir hann, og Kristján Kristjánsson syng- ur nokkur einsöngslög hans. Má vænta þess, að þetta verði gott kvöld í útvarpinu og hlustendum að skapi. Þáttur Páls ísólfssonar á afmæliskvöldi útvarpsins Háttvirtu áheyrendur! Útvarpið á 10 ára afmæli í dag. Þess vegna þótti hlýða að gefa hlust- endum tækifæri til að taka þátt í þess- um afmælisfagnaði með því að gefa þeim kost á að syngja með — að taka undir! 10 ár eru ekki langur tími, sízt í ævi einnar stofnunar. Margt hefur verið fundið að blessuðu útvarpinu, og með réttu. En það hefur líka flutt hlustendum ómetanleg verðmæti. Og þegar Tómas Guðmundsson, skáld, segir í kveðju útvarpsins til þjóðar- innar, og mælir fyrir okkar munn þessi orð: „Og þrautreyndum í okkar nekt að glæða okkar gáfnafar, en gekk það tregt“, þá má þetta víst til sanns vegar færa, og munu þessar línur skáldsins alls ekki stafa af því, að hann var aldrei valinn í útvarpsráð. En hitt er þá ekki síður satt, er hann segir: „En þó að gangi ýmsu á, er annað meira vert: ef árangur má einnig sjá og eyrum fólksins tekst að ná með því, sem ekki er illa gert og endast má“. Þarna tel ég, að skáldið hafi hitt nagl- ann á höfuðið. I sambandi við hina miklu tónlist útvarpsins hefur um langt skeið verið haldið uppi kennslu í ítölsku, og þjóð- in er nú orðin svo menntuð í tónlist og ítölsku músíkmáli, að hún veit mæta vel, hvað Andante og Allegro þýðir eða þá Allegro ma non troppo, og þetta á hún auðvitað útvarpinu að þakka. En Allegro mo non troppo þýðir hratt, en ekki um of. Og það hafa þá einnig verið einkunnarorð út- varpsins: Hratt, en ekki um of. Það er gott að vita fótum sínum forráð og kunna að gera ritardando, þegar beygja þarf fyrir horn. En það er líka nauðsynlegt, að geta gert accel- lerando, það er: aukið hraðann, þeg- ar vegurinn er beinn og góður, svo að ÚTVARPSTÍÐINDI 181

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.