Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 12

Útvarpstíðindi - 06.01.1941, Blaðsíða 12
Sigvaldi Kaldlóns sextugur Þann 13. jan. n. k. á einn af kunn- ustu listamönnum vorum sextugsaf- maeli. Það er Sigvaldi Kaldalóns tónskáld og læknir. Það er ekki til- gangurinn með línum þessum að kynna tónskáldið og verk þess fyrir almenningi, enda gerist þess ekki þörf. Hann hefur sjálfur gert það á fegurri og skemmtilegri hátt en hægt er að gera í nokkurri blaðagrein, með tónsmíðum sínum, lögunum, sem flogið hafa um byggðir landsins frá andnesjum til afdala, lögunum, sem þjóðin syngur og raular fyrir munni sér við innistörf og útivinnu í sveit og við sjó. — En í tilefni af þessum tímamótum í lífi Sigv. Kaldalóns áttu Útvt. við hann stutt samtal heima í héraði, þar sem hann semur lög og gegnir héraðslæknisstörfum, en eins og kunnugt er býr hann í Grindavík. — Tónlist og læknisfræði — segir Sigvaldi — eiga ekki alltaf samleið. Hugsið þér yður,1 að þegar maður hefur sökkt sér niður. í dýrðarheima tónlistarinnar, þá hringir síminn og kallar lækninn til skyldustarfsins, þar sem ef til vill er um líf og dauða að tefla. Hins vegar man ég eftir því eitt sinn, er ég hélt heim á leíð að næturlagi á klárnum mínum að af- lokinni sjúkravitjun, hversu náttúran heillaði mig. Á aðra hönd mér lá Djúpið, lognkyrrt og tært, en á hina græn heiðin, húmdökk og seiðandi. Klárinn fór sína götu og ég mína. Þá var ég í helgu musteri — skógar- ilmurinn varð mér reykelsisilmur. — Þá var gott að dreyma. — Það er svo margt, sem ég hefði að segja ,en ekki meira um það núna, annað en þetta: Ég hef alltaf elskað tónlistina. Hún hefur verið mér lífsnauðsyn, og hún verður aðalhugðarefni lífs míns, já, lífsstarf mitt. — Ég hef ekki talið saman, hve mikið ég hef samið af lögun, en bezti og frjósamasti tími minn til þeirra starfa var í Djúpinu. Náttúran og fólkið þar áttu það seið- magn, sem leysti tónana úr læðingi. Frumdrögin að sumum söngvum mín- um, sem síðar hafa komið fram, eru frá þeim tímum. — — Hafið þér nýlega látið nokkur lög frá yður fara? — 1 fyrra gaf ég út Fimm sönglög fyrir blandaðar raddir. Er þar slegið á ýmsa þjóðernisstrengi: Fyrsta lag- ið er til þjóðarinnar: „Island ögrum skorið“, annað til sveitanna: „Sveitin mín“, hið þriðja til þeirra, sem í fjai’lægð búa: „Þótt þú langförull legðir", Það fjórða til Reykjavíkur, og hið fimmta til móðurmálsins, við hið dásamlega kvæði Einars Bene- diktssonar, sem hver einasti Islend- ingur ætti að tileinka sér. Ég býst við, að ekki sé vanþörf á að minna fólk nú á móðurmálið. Ef allir gætu tekið undir af heilum hug: „Ég elska þig málið undurfríða", mundi þjóð- inni ekki vera svo mikil hætta búin. — Nú er verið að prenta nýtt ein- söngslagahefti eftir mig, og koma þar 6 ný lög. Ég hygg, að það verði með beztu heftunum mínum. Þar eru söngvar til hafsins („Huldur" eftir Grím Thomsen, en hann er uppá- haldsskáld Kaldalóns) , til náttúrunn- ar („Hamraborgin“ eftir D. Stef.)\ til æskunnar („Með sólskinsfána" eftir Jak. Thor.) og kvenþióðarinnar (,,Ég syng um þig“ eftir Kjartan ÓI- afsson). 1 þessu safni eru einnig „Heiðin há“ og „Fjallið eina“. Ég þakka Kaldalóns fyrir allar upnlýsingarnar og kveð hann með þá fullvissu í hug mér, að þessi nýju lög hans muni ekki síður léttfleyg en hin fyrri og verði eftir skamman tíma komin til fjarlægustu byggða á voru ógreiðfæra landi, og varla mun 180 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.