Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 4

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 4
'~5atn]al viB Pálma Hannesson rektor Miðvikudaginn 22. jan. er kvöld- vaka. Flytur þá Pálmi Hannesson rektor erindi um viðlög í íslenzkum skáldskap. — Hvað getið þér sagt um þetta erindi yðar?, spyrjum vér Pálma, er vér hittum hann í skrifstofu hans í háskólabyggingunni nýju. — Ég hef lítið um erindið að segja. Ég mun ræða um þetta efni sem leikmaður einungis. Eins og margir íslendingar hef ég haft gam- an af ljóðum og kvæðum ýmis kon- ar og tel mig því geta lagt orð í belg um þessi efni, þótt það liggi 21,40 Hljómplötur: Valsar. 21,50 Préttir Föstudagur 24. janúar. 19,25 Hljómplötur: Harmónikulög og gítar- lög. 20,30 Útvarpssagan: „Kristín Lafransdótt- ir“, eftir Sigrid Undset. 2.1,00 Erindi: Úr sögu sönglistarinnar, IV: Þáttur íslands í sönglist miðalda (með tóndœmum) (Robert Abraham). 21,50 Fréttir. Laugardagur 25. janúar. 19,25 Hljómplötur: Kórlög o. fl. 20,30: Leikrit: „Ófreskjan"; gamanleikur með söngvum, eftir Erik Bögh (Soff- ín Guðlaugsdóttir, Alfreð Andrésson, Edda Kvaran, Gestur Pálsson, Nína Sveinsdóttir) 21,35 Útvarpshljómsveitin: Gömul danslög. 21,50 Préttir. 22,00 Danslög 24,00 llagskrárlok. fyrir utan mitt svið sem fræði- manns. — Hvernig beindist athygli yðar að viðlögunum sérstaklega? — Mér hafa alltaf þótt þau svo falleg. Fíngerð og léttfleyg eins og suðræn fiðrildi koma þau inn í kveð- skap fyrri alda, þrungin af ljóð- rænni fegurð, enda hafa sum þeirra reynzt ódauðleg, bæði þau sjálf og kvæðin í heild, sem þau voru hluti af. Það er t. d. skemmtilegt til þess að hugsa, að kvæði eins og „Ólafur reið með björgum fram“, var sung- ið á Sturlungaöld, en hefur síðan lifað gegn um aldirnar — og enn í dag kennum við það börnum okk- ar. — Og svona er um fleiri kvæði. Danslögin, eða vikivakarnir, sem viðlögin eru þáttur í, koma fyrst fram hér á landi á 13. öld, að því er fræðimenn telja. — Þau eru erlend að uppruna, en íslenzk al- þýða tók þeim fegins hendi og gerði þau að sinni eign. Menn voru þá orðnir þreyttir á hinum þunglama- legu formum dróttkvæðanna, en þau voru framhald þróunarinnar frá hinum ljóðrænu og undur fögru eddukvæðum. Sagan virðist endur- taka sig í þessum efnum: Með hæg- fara þróun frá eddukvæðunum til dróttkvæðanna, nær formið yfir- höndinni yfir því skáldlega og ljóð- ræna, en danskvæðin koma svo sem afturharf frá forminu til hins ljóð- 18« ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.