Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 13.01.1941, Blaðsíða 10
Illuti af íslenzku nótnahandriti frá 15. öld. (Fyrrum geymt í Mwnkaþverárklauistri, nú í safni Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn.) Handrit þetta, sem er brot úr messusöngs- bók, mun ef til vill elzta sýnishorn fjölradd- at5s söngs á NorSurlöndum. Birtist hér sálmatvísöngur eöa niðurlag af „Agnus Dei“ (miskunnarbæn) og upp- haf af „Credo“ (trúarjátning). Hinar 2 raddir eru skráðar með fornu nótnaletri á fjórlínaðan nótnastreng, en hinn latneski texti fylgir þeim ritaður fyrir neðan neðri röddina. Á milli raddanna sést greinargerð um uppruna og takmark bókarinnar, og er hún rituð með rauðu bleki. Skilst af henni, að Jón Þorláksson hafi ritað bókina áriö 1473 handa Birni junkara Holm, sem áskildi sér laun Maríu nieyjar, fyrir verkið. Endar hún á þessari áskorun: „Biðjið fyrir Bjarna, munkar!“ Neðri laglínon er „gregoriönsk" eða með þeim alþjóðarhætti, er lögfestur var á mið- öldum’ af Gregor páfa hinum mikla. Efri röddin er frumsamin. Eftirtektarvert er, að raddirnar færast oftast í samstígum fimm- undum. og er það og í samræmi við eðli hinna seinni íslenzku tvísöngva. Nánar nm þetta í erindinu 24. jan. R. A. „Öfreskjan“ Leikid Laugardaginn 25. janúar 1941. Þetta er stuttur söngvaleikur (vaudeville), gamansamur og græzkulaus, en þó liggur ádeila á bak við gamanið. Leikurinn skýrir sig sjálfur strax í upphafi. Eigin- lega er um að ræða sálfræðilegt „comlex“ hjá eiginmanninum, Filip. Fyrri konan hans hefur gef- ið honum ástæðu til afbrýðisemi, og svo leitar hann ósjálfrátt að ástæð- um til tortryggni gagnvart seinni konunni — en þegar hann engar finnur, þá býr hann sér þær til (Freudismi!). Konan reynir að taka öllu með ró, því að hún álítur, að af- brýðisemi eigi rót sína í ástinni. Leikskráin er þessi: Pilip, Gestur Pálsson. Soffía, kona hans, Nina Sveinsdóttir. Anna vinnukona, Edda Kvaran. Abel, andbýlingur þeii-ra. Alfreö Andrésson. Höfundur leikritsins ,,ófreskjan“ er danska skáldíð Erik Bögh (f. 1822, d. 1899). Starfsferill hans var all-breytilegur. Um skeið var hann skrifari, þá heimiliskennari, leik- stjóri, ritstjóri, og síðustu ár ævi sinnar, var hann ritskoðari (Censor) við Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn. Jafnframt þessu skrif- aði hann og þýddi allmörg leikrit, sérstaklega gamanleiki (Revuer). Hann ritaði fjöldá blaðagreina um margs konar efni, sem þá voru efst á baugi og þótti sérlega lipurt og snjallt vísnaskáld. 194 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.