Útvarpstíðindi - 27.01.1941, Qupperneq 8
Halldór Kiljan Laxness
les
KVÆÐI LJÓSVÍKINGSINS
sunnd. 2. febr.
— Hvað kemur til, að þér farið
að lesa ljóð í útvarp? spyr ég H. K.
Laxness.
— Það kemur eiginlega ekki til af
neinu góðu. Það er út af orðum, sem
voru látin falla í útvarpinu um dag-
inn um sögupersónu mína, Ó. K.
Ljósvíking. 1 útvarpinu sagði svo:
„Hér á landi er ekki svo fátt manna,
sem eru á borð við Ólaf Kárason ...
en þræla út bókum í bundnu eða ó-
bundnu máli, sem fáir eða engir líta
við. Þeir gera jafnskjótt kröfu til að
teljast rithöfundar, en mættu heita
Ljósvíkingar til aðgreiningar og auð-
kennis á hópnum. Svo upphefja þeir
sína raust og segja, að þetta sé hel-
vízt þjóðfélag, sem svelti skáld sín“.
— Ég hef álitið, að í þessum orðum
fælist mistúlkun á þessari söguper-
sónu. Ég vil ekki láta gera minn
Ljósvíking að dæmi um leirskáld. í
mínum augum er hann það ekki. Það
væri því ranglátt að nefna alla þá
menn, sem gefa út vondar bækur,
eftir honum, og enn fjarstæðara
væri, að líkja honum við þá, sem
upphefja sína raust og segja, að
þetta sé helvízt þjóðfélag, því að það
gerði Ól. Kárason aldrei.
— Eru það þá kvæðin eftir Ljós-
víkinginn, sem þér ætlið að lesa?
— Já, ég býst við að lesa öll kvæð-
in úr bókunum um Ljósvíkinginn. Ég
get ekki fundið, að þessi kvæði séu
sígilt dæmi upp á leirskáldskap — og
það ætla ég að sýna, — en annars
dettur mér ekki í hug að halda því
fram, að hér sé um nokkurn sérstak-
an fyrirmyndar skáldskap að ræða.
Um kvæðin er annars það að segja,
,að sum eru í þjóðkvæðastíl, önnur
í stíl gamalla barnagæla og 'svo eru
þrjár sonnettur. Næst síðasta kvæð-
ið, „Þinn spegil hef ég fundið fagra
mynd“, er gert í frönskum stíl. Ég
veit ekki til þess, að áður hafi verið
ort undir þeim bragarhætti á Islandi,
en sá bragarháttur var mikið notað-
ur af hinu franska stórskáldi, Baude-
laire.
Frúin: „Viljið þér eklíi spila meira fyr-
ir okkur, prófessor?“
Prófessorinn í tónlist: „það cr orðið svo
framorðið. Ég er hræddur um, að það
trufli nábúana".
Frúin: „það gerir ekkert til, þeir eiga
það skilið, — þeir eitruðu fyrir köttinn
okkar um daginn".
224
ÚTVARPSTÍÐINDI