Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 7
„Vér morðingjai“ Leikrit eftir Guðmund Kamban, flutt laugardaginn 8. marz. Guðmundur Kamban er mjög vel þekktur rithöfundur, bæði hér heima og erlendis, enda þótt hann hafi lengst af dvalið í Höfn, síðan hann varð frægur rithöfundur. G. K. er ættaður af Álftanesi, varð stú- dent 1910 og sigldi þá til Hafnar og las bókmenntir og fagurfræði þar. Fyrsta verk Kambans, sem vakti at- hygli, var lcikritið „Hadda Padda“, sem sýnt var í Konunglega leikhúsinu í Khöfn 1914. í þessu leikriti og öðru, sem kom fram stuttu síðar (Konungsglíman), sýnir Kamban ótvíræða skarpskyggni í sálfræðilegum efnum og koma þar glöggt fram hæfileikar hans til að skapa skýrt afmarkaða persónuleika oer laða fram á leiksviðum sorgþrungna atburði í hinum dýpsta þunga. Leikritið „Marmarinn" samdi hann í New York, þar sem hann dvaldi um tveggja ára skeið. Jtykir það um margt merkilegt. En „Vér morðingjar" er þó af flestum talið hans mikilfenglegasta verk. J>að var fyrst sýnt í Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn 1920. Einn merkasti leikdómari Dana, Svend Borberg, skrifar m. a. um Kamban: „Menn bera með réttu virðingu fyrir rithöfundinum Guðmundi Kamban, sem eldrei hefur sótzt eftir auðunnum sigrum, þvert á móti hefur hann unnið sigra, þar sem þeir voru torsóttastir. Tvímælalaust er hann meðal merkustu leikritaskálda á Norðurlöndum. Leikrit hans „Vér morð- ingjar" og „Marmari" eru eftirbreytnis- verði dæmi um góða leikritagerð". Hér á landi mun Kamban vera kunn- astur fyrir skáldsöguna Skálholt, og þess má geta, að nýlega hefur hann samið leikrit um sama efni. Vœntanlega fáum vér í náinni framtíð að sjá það á Jljóð- leikhúsinu hér heima. Frú Soffía Guðlaugsdóttir annast leik- stjórn á „Vér morðingjar" og höfum vér því hitt hana að máli. sagnahöfundur eyjanna var Regin í Líð (Rasmus Rasmussen lýðskóla- kennari). En athafnamesti og glæsi- legasti skáldsagnahöfundur á fær- eysku er Heðin Brú. Hann hefur gef- ið út fjórar bækur. — Um hvaða efni fjalllar ,,Far, veröld, þinn veg“? — Söguefnið er teldð úr færeyskri þjóðsögu um sannsögulegar persón- ur og gerist á Færeyjum á fyrri hluta 18. aldar. En lesandinn verður lítið var við annað en að þetta sé nú- tímasaga. Aðalpersónan er afbragðs- fögur og sérstaklega ásthneigð kona, sem hét Beinta, en nefnist Barbara í skáldsögunni. Hún var gift þremur dönskum prestum, en trúlofuð hinum fjórða inni á milli. Þjóðsagan lætur hana valda dauða tveggja fyrri manna sinna og gerir hana illkvendi mikið, en skáld’ð sýnir hana mann- lega og eðlilega, svo að lesandinn fær samúð með henni. Skáldsagan hefst, þegar þriðji maður hennar er að koina til eyjanna og iýsir sam- drætti þe’rra, tilhugalífi og hjúskap. Auk þeiri-a hjóna koma margar per- sónur við söguna og er öllum ágæt- lega lýst. Kaflinn, sem ég les, gerist rétt fyrir brúðkaup Barböru og séra Páls og lýsir prestastefnu. Koma all- ir prestar eyjanna við sögu. — Hafið þér þýtt aðeins þann eina kafla sögunnar? — Ég hefi þýtt hana alla. Hún er að koma út þessa dagana hjá Vík- ingsútgáfunni. Það er víst fyrsta fær- eyskt skáldrit, sem kemur út á ís- lenzku. Ég trúi ekki öðru en hún líki vel. ÚTVARPSTÍÐINDI 279

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.