Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 10

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 10
Alþýðukveðskapur í Skagafirði. Á kvöldvöku Skagfirðinga þ. 17. febr. flutti Ólafur Sigurðsson bóndi á Hellulandi erindi það, sem hér fer á eftir. Vakti það mikla athygli fjölda manna, því að margir hafa unun af góðum alþýðukveðskap. Út- varpstíðindi hittu Ólaf að máli, eftir að hann hafði flutt þetta erindi og óskuðu eftir að fá það til birtingar eða kafla úr því: — Já, ekki hafði ég nú búizt við, að þessi samtíningur minn mundi lenda í „pressunni", en í þeirri von, að þeir kunningjar mínir, sem hér eiga hlut að máli bregðist ekki illa við, þá tel ég mér óhætt að láta Út- varpstíðindi hafa eitthvað af þessum kveðskap. — Ég vil annars taka fram, að þetta á ekki að vera neitt sýnishorn af alþýðukveðskap í Skaga- firði, heldur aðeins nokkrar leiftur- myndir, tíndar saman eftir minni. — Sumir höfundar eru lífs, aðrir liðn- ir, en allir lifa þeir í vísum sítium og munu lengi lifa. Svo langar mig til að skjóta inn í, að ég hef frétt, að ég hafi hnupl- að vísu frá Tómasi Austurstrætis- skáldi — en það var óþarfi, enda ó- viljaverk — og skylt er að hafa það heldur, er sannara reynist, eins og Ari hinn fróði sagði. Ég spyr nú Ólaf, hvort hann vilji þá vera svo vinsamlegur, að láta mig hafa handrit að erindinu, en þá vand- ast málið: — Ég á ekkert handrit að því, seg- ir Ólafur. Ég flutti vísurnar eftir minni. Við setjumst svo niður og skrifum eftir minni hans, en þar reyndist þá um svo auðugan garð að gresja, að vandi er úr að velja, en niðurstaðan fer hér á eftir: Kveðist á. Einhverju sinni hittust þeir á Sauðár- króki Bjarni Gíslason og Elivoga-Sveinn. Undir samrœðunum Ijóðar Bjami á Svein og segir: Fyrir handan höfin breið hlýi andar blærinn. Aukist vandi, eygðu leið yfir landamærin. Sveinn tekur þetta svo sem Bjarni sé að benda sér á sjálfsmorð eða eitthvað í þá átt, og segir: Sú er trú mín hjartans hlíf, hreyfð af sannfæringu: ei ég trúi á annað líf eða fordæmingu. þegar póra gamla, móðir Sveins, heyrði þessar vísur, kvað hún: Gættu þess, að guð er einn gáfuna, sem léði; ef þú kveður svona, Sveinn, sál þín er í veði. 282 ÚTVABPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.