Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 13
hlustaði á það með athygli, hefur ekki koniizt hjá að verða snortinn. Lagið er erfitt, að minnsta kosti fyrir „sópraninn", en mér virtist því vera gerð eins góð skil og frekast verður á kosið. Vœri óskandi, að við fengjum oftar að hlýða á þessar ungu stúlkur, því að sé tvísöngnum gerð sömu skil og þær gerðu, er hann tvímæla- laust með skemmtilegri liðum, sem hægt er að bjóða hlustendum. Nad. Meiri cinsöng — Danslag kvöldsins — Ónákvæm dagskrá — Útvarpstíðindi koma oí seint. — Mig langar að senda Útv.t. nokkrar hugleiðingar, um ýmsa dagskrárliði út- varpsins. Að vísu verða það aðeins sund- urlausir þankar, sem miðast við sjónar- mið lítt menntaðs alþýðumanns. Ég er útvarpsráði mjög þakklátur fyrir hin ágætu leikrit, sem nú eru flutt á hverju laugardagskveldi. Sérstaklega lík- aði mér mjög vel það síðasta: Öldur, eft- ir Jakob Jónsson. Fannst mér það prýði- lega flutt og samið og hafa mikla lífs- speki að geyma. Mörður Valgarðsson var einnig ágætt leikrit, en þar þótti mér mjög á skorta, að flutt væri í anda persónanna: Njáls og Bergþóru. Hinn hrjúfi og kaldranalegi raddblær H. B. óg næstum því blíði málrómur G. H. fannst mér í mesta máta óviðeigandi fyr- ir spekinginn Njál og kvenskör- unginn Bergþóru. Einnig átti ég mjög erfitt með að liugsa mér Mörð, á bak við hina vinsælu og drengilegu rödd þorsteins ö. — Hinar persónur leiksins þóttu mér ágætar. Kvöldvökurnar í vetur hafa mér þótt miklu betri en í fyrra. Sumar með ágæt- um, fjölbreyttar og skemmtilegar. Útvarpssagan hefur eigi unnið hylli mína að þessu sinni, eins og margra ann- arra. Er Þar á mikill munur eða „Strönd- in blá“ í fyrra, er ég tel einhvern bezt flutta og skemmtilegasta dagskrárlið á þcim 14—15 mánuðum, er ég hcf haft út- varpstæki. Ýmislegt er það, sem ég vildi, að lögð væri meiri áherzla á, og breyta þyrfti til batnaðar í dagskrárstarfinu. Fyrst og fremst vil ég fá meiri söng, að- allega einsöng, tvísöng „tríó" og „kvart- ett“söng. það er borið við vöntun á söngv- urum, en ég held, að nóg sé af þeim, en það lieyrist bara allt of sjaldan til þeirra. Gunnar Pálsson mætti syngja i hverri viku og mundi ekki valda leiðindum, svo að nefnt sé eitt bezta dæmið um ein- söngvara. Fólki leiðist aldrei að hlusta á vinsælustu menn útvarpsins, hvort sem þeir lesa, tala eða syngja, t. d. þorstein Ö. Step., Sig. Ein., Jón Eyþórss., Pál ísólfss., Helga Hjörvar, og ýmsa fleiri mætti nefna Ég sakna ýmissa atriða frá dagskránni í fyrra, sem ekki hafa heyrzt' vetur. Fær maður aldrei að lieyra tvísöng hjá Nínu og Elísabetu í vetur? Eða söng hinna vinsælu „tríóa“ og „kvartetta", sem sungu í fyrra? Hví heyrist aldrei spilað á har- móníku? og hví heyrist aldrei nefnt „danslag kvöldsins“ í dagskránni nú orð- ið? í fyrra voru þau ætíð tvisvar í mán- uði ok náðu sum mjög miklum vinsæld- um, og eru enn þá sungin og leikin lát- laust víðs vegar um land. Sveitafólk hefur eigi tíma til að lilusta á útvarp að staðaldri alla daga, t. d. há- degisútvarp, og missir því af að heyra ágætar söng- og hljómplötur. þess vegna er nauðsynlegt að dagskráin sé sem ná- kvæmust og skýrust. Væri mjög æskilegt að fá fram í sérstökum liði — t. d. kl. 19,25 — beztu söngplötur, sem útv. hefur yfir að ráða, eftir beztu söngmenn innlenda og útlenda. Og ætti að vera rækilega til- greint í dagskránni hver syngi í hvert sinn. Fjöldi fólks þráir að heyra söng- plötur þær, sem til eru eftir snillingana, en á þess engan kost, nema af hendingu í liádegisútvarpinu eða hljómplötutím- um, sem ekkert er tilgreint um fyrir fram. Eins vildi ég eindregið mælast til þess, að dagskrá næstu viku væri lesin tvisvar og í seinna skipti með fréttaágripi kl. 21,50. Fólk í sveitum verður oft að láta sér nægja að heyra þá liði, sem eru um og eftir kl. 9 á kvöldin að sumrinu og tapar því af öllum dagskrárlestri og miss- ir þar af leiðandi af liðum, sem það sizt mundi sleppa, fengi það um þá að vita. það er líka áreiðanlega ekki allra með- fœri, að skrifa dagskrá n. v. upp svo vel ÚTVABP8TÍÐINDI 285

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.