Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 11

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 11
Smásaga í Ijóði. Bjarni Gíslason var nokkur ár kaupa- maður á Sjávarborg. par var kaupakona, sem Vlgerður hét. Vildi sú halda sig fjarri Bjarna, sem nokkurt kvennafars- orð fór af. Hafði Bjarni gaman mikið af Þessu, og stríddi henni jafnan, og hezlt á sjálfum sér. Meðal annars kvað hann til hennar þessar vísur: Hrærist blóð við handtak þitt, hrindir móð úr dvala, eina ljóða yndið mitt, elsku góða Vala. ólgar heitur ástarhver, enginn veit þó sjóði, augun ieita eftir þér, og andinn sveitist bíóði. Grýttan skunda ég gæfustig, gleymast mundi tregi. l.júfa sprund, ef leiddi þig litla stund úr degi. Þó heimur spjalli... Kunningi Bjarna var að segia honum, hvað um hann væri sagt á bak: kvenna- farssögur o. þ. h. j>á kvað Bjami: Þó heimur snialli margt um mig, og mínum halli sóma, ég læt falla um sjálfa sig svoddan palladóma. ViÓvörun. þessa vísu kvað Bjarni til stúlku, sem var í þingum við mann, sem Biarni þótt- ist vita, að væri nokkuð kaldrifjaður i kvennamálum: Ljúfan róm, þó langt á nótt, þú látir hljóma af snilli, mundu að blómin fölna fljótt frosnra góma milli. Gísli, bróðir Bjarna, bóndi í Hjalta- staðahvammi í Blönduhlíð, kvað þessa tTVARPSTÍÐINDI spaklegu vísu, er rætt var um Sölva Helgason og honum hallmælt: Illt er að halla á ólánsmann og ætti valla að gera. Það hafa allir eins og hann einhvern galla að bera. Jón á Skúfsstöðum, sem var oddviti Hólahrepps um 30 ára skeið, var á yngri árum sauðamaður á Hofsstöðum, hjá þeim bræðrum Birni og Sigurði. Vildi þá svo til, að Sölvi Helga- son kom þar og settist upp eins og oft áður. Einn daginn, sem Sölvi var þar, yrkir hann vísuhelming og neglir á bæj- arhurðina og ætlaði Jóni sauðamanni að botna: Sölvi: Hofsstaðir er heiðursbær heldri manna á Norðurlöndum. þegar Jón hafði hýst sauðina að áliðn- um degi og sat að mat inni í baðstofu, kemur Sölvi til hans og spyr: „Sástu nokkuð á bæjarhurðinni?" „Ojá, ég sá vísu. Ég held hún sé svona": Hofsstaðir er heiðursbær heldri manna á Norðurlöndum. Húsgangur þar fylli fær, fátt sem vann með sínum höndum. Sölvi reiddist ákaflega, sagðist ekki verða undir sama þaki og fól þetta, tók rósablaðabagga sinn og fór út að Hof- staðaseli, þó að framorðið væri og hríð- arveður. Jón átti nokkur börn utan hjónabands. Um það kvað hann: Fregn um mína framhjátekt flýgur heims um álfur. En aldrei geld é gaf því sekt, ég ól upp börnin sjálfur. Frh. 283

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.