Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 24.02.1941, Blaðsíða 14
sé, eins og lnin er hratt lesin vanal., en það reyna margir að gera, sem eigi fá Út- varpstiðindi, enda hagar svo til með póst- göngur víða í sveitum, að þau koma sjaldan, þó keypt séu, fyrr en eftir dúk og disk. (Nú síðast fékk ég t. d. 3 tölublöð saman). Hvað veldur þvi, að eftirtektaverðasti rœðumaður útv. s. 1. vetur, próf. Sig. Nordal, kemur aldrei í útv. í vetur? Og því heyrist sjaldan eða aldrei til sumra kunnra prófessora œðstu menntastofnun- ar landsins. Er útvarpið þeim lokað, eða eru þeir yfir það hafnir, að láta ljós sín skína út yfir almenning? T. d. mœtti nefna prófessorana Ól. Lárusson, Bjarna Benediktsson, ísleif Árnason, Alexander Jóhannesson, Árna Pálsson o. fl. þá er að lokum sú ósk mín, eindregin, að Útvarpstíðindi birti mynd, — það fyrsta, — af hinum ágœta og vinsæla þul, þorsteini Ö. Stephensen. því er þannig varið, að konur hér í þessu byggðar- lagi eru farnar að stinga §aman i.o.fjum um að fara suður til Reykjavíkur til að sjá hann, af því að ekki hafi sézt myndir af honum, hvað Þá meira. Okkur bændum er ekki um slíkt ferða- lag gefið, því að leiðin er löng hér af Norðurlandi, og svo þekkjum við mann- inn ekki nema af málrómnum, og ef ann- að er eftir honum, þá er aldrei að vita — Jæja, ekki meira um það. Natinn hlustandi. Úr Garðinum er skrifað: það er nú reyndar ekki þakkavert þó að Útvarp Reykjavík flytji lögin hans Sigvalda Kaldalóns. Margir vilja fá meira að heyra af þeim. þeir eru fáir, að ég bezt veit, sem loka fyrir söng, en textalaus tón- verk ná ekki hylli almennings og verður torvelt að kenna ósöngfróðu fólki að skilja, hvað tónskáldið meinar, jafnvel þótt út- skýrt sé, áður en verkið er leikið, að einn partur þess sé sveitalífið og bændurnir, lækirnir, blómin, fuglarnir og veðrið. öllu þessu er fólkið búið að gleyma, þegar far- ið er að leika verkið og finnur svo engar samstæður við það, sem útskýrt var í byrjun, enda mjög misjafnt, hvernig tón- skáldin túlka í verkum sínum þessi at- riði. En fyrst að útvarpið hefur nú á stefnuskrá sinni að kcnna þjóðinni að skilja og meta söng og hljómlist, þá held ég, að ekki sé heppilegt að byrja þá kennslu með því að leika symphoniur eða önnur tónverk. Og enda þótt þau séu rækilega skýrð, lokar almenningur samt fyrir, þegar þau eru leikin. Aftur á móti er ég vel ánægður með þáttinn „Takið undir" með þeirri tilliögun, sem á honum hefur verið höfð. En ætlun mín var nú að segja svolítið meira um Sigvalda og lögin hans. Ég tel liann okkar bezta tón- skáld, enda hefur hann fengið þá gáfu í vöggugjöf. Sú gáfa verður ekki keypt fyr- ir fé og ekki lærð. Hann er einnig Ijóð- skáld í andanum, þó að lítið, sem ekkert hafi hann fengizt við þá listgrein. í texta- vali sýnir hann yfirburði, enda öðrum fremur næmur fyrir öllu fögru og göfugu, sem hann finnur í kvæðum beztu skálda. Tilfinningar hans fá engan frið, fyrr en lag er komið við kvæðið, lag, sem er þannig, að engan þarf til þess að útskýra tónverkið. það gerir textinn, sem er með laginu. Svo mörg dæmi mætti finna í lög- um hans máli mínu til sönnunar, að of- langt yrði upp að telja. það er nú svo, að töluvert er til af fólki, sem ekki skilur til hlítar bundið mál, en þó enn þá fleiri, sem ekki skilja textalaus tónverk. því held ég, að heppilegra væri að taka lögin hans Sigvalda og ýms fleiri ættjarðarlög og ljóð til meðferðar við út- varps söngkennslu, útskýra vel fyrir hlustendum samræmi texta og tóna, en láta stóru verkin textalausu bíða betri tíðar. Annars finnur maður hvegi í ís- lenzkum tónsmíðum tóna, sem tala jafn- vel og í lögum Sigvalda Kaldalóns. Ég sagðist í byrjun ekki geta þakkað útvarp- inu, þó að það flytti við og við lög eftir Sigv. Kaldalóns, en aftur vil ég þakka því fyrir bið hátíðletca Kaldalónskvöld 13. jan. það var yndislegt kvöld. Ég þakka Hallgrími Helgasyni hans glögga skiln- ing á verkum tónskáldsins. Ég þakka Kr. Kristjánssyni hans prýðilega söng, sem ég ann mest fyrir það, hvað hann er blátt áfram og laus við alla tilgerð. Á. H. 286 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.