Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 5

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 5
Höggmyndirnar við Freyjugötu Piltur og stutica. Myndin er í garöinum viö Freyjugötu. Jóhann Briem er ættaður frá Stóra-Núpi í Hreppum, sonur séra Ólafs Briem, sem lengi var prestur þar. Eftir að Jóhann hafði lokið stúdentsprófi við Menntaskólann hér, 1927, tók hann að gefa sig ó- skiptan við málaralist, en hugur hans hafði allt frá bernsku hneigzt í þá átt. — Árið 1929 sigldi Jóhann til Þýzkalands og nam þar fyrst í einka- skóla, en var svo í þrjú ár á listahá- skólanum í Dresden. Síðan Jóhann kom heim, hefur hann, ásamt Finni Jónssvni starf- rækt teikni- og málaraskóla hér í Erindi Jóhanns Briem, listmálara bænum. Hann hefur haldið nokkrar sýningar, bæði sjálfstætt og í félagi við aðra listmálara. Ég hitti Jóhann að máli og spyr um umræðuefnið í útvarpserindinu. — Ég mun einkum ræða um myndir Ásmundar Sveinssonar, sem settar hafa verið upp í garði hans við Freyjugötu. Þessar myndir hafa hneykslað marga, bæði yngri og eldri — ég minnist varla að hafa heyrt nokkurn mann tala um þær af skiln- ingi. Ég ætla mér með þessu erindi að reyna að skýra fyrir mönnum, hvað fyrir listamanninum vakir, ef það mætti verða mönnum hjálp til þess að njóta þessara verka. Þá mun ég einn- ig tala um Thorvaldsens-myndina í skemmtigarðinum, mynd Einars af Ingólfi Arnarsyni og mynd Nínu Sæ- mundsson í garðinum við Lækjar- götu. Hver um sig getur þessi mynd verið gott dæmi, bæði um stíl ýmissa Ásmundur Sveinsson myndhöggvari. ÚTVARPSTÍÐINDI 357

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.