Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 8
fyrir sjer einhverja þá gerð sögunn-
ar, sem nú er ekki lengur kunn, en
virðist hafa sagt mjög skáldlega frá
ýmsum atriðum..
Úrval úr ljóðum Sigurðar er að
koma út um þessar mundir og sýnir
hann frá fleiri hliðum en áður. —
Og alveg er það sama, hver hlið-
in sýnd er : alls staðar skín í óvenju-
lega göfugan og aðlaðandi mann á
bak við Ijóðin, — mann, sem öllum
er gott að kvnnast.
Sigurð hafði lengi órað fyrir því,
að hann mundi verða skammlífur. og
kvaðst mundu drukkna í sió. Um
þetta kvað hann bæði vakandi og sof-
andi. Þetta er ein af draumvísum
hans:
Finn ég vandann þrióta þráð
þegar landið hverfur;
sióar-andlát sætt er tiáð;
sá mér blandast skerfur.
Edda Kvaran íes á í'immtudagmn
10. apríl úr kvæðaflokknum ,,Friður
á jörðu“ eftir Guðmund Guðmunds-
son. Edda Kvaran er koinung að
aldri, en hefur áður komið nokkrum
sinnum fram í útvarpi, sem þátttak-
andi í leikritaflutningi, og hún hefur
leikið ýmis smærri hlutverk hjá Leik-
félagi Reykjavíkur. Edda hefur num-
ið framsögn og leiklist hjá móður
sinni, frú Soffíu Guðlaugsdóttur.
,, M álvöndunarhy st er í ið1 ‘
Hr. ritstjóri.
í síðasta hefti Útvarpstíðinda birt-
ið þér „með ánægju“ næsta furðu-
lega ritsmíð eftir Sigurð nokkurn
Benediktsson. Þér virðist líka, í
fljótfærni, hafa gert ráð fyrir því,
að ritsmíðin væri þess verð, að hljóta
andmæli í sama tón, og væri þá öllu
borgið.
En ritsmíðin dæmir sig sjálf og
þarf ekki skýringar. Hver meðal-
greindur lesandi mun þegar sjá og
finna, að höfundurinn á ekki heimt-
ingu á að vera tekinn alvarlega og
að greinin er líkust því, sem hún
hefði verið skrifuð í ölæði.
Aðeins eitt dæmi ætla ég að benda
á:
í vetur hafa nokkur erindi verið
flutt í útvarpið um íslenzka tungu,
málvöndun og málspjöll. Erindin
hafa verið flutt af færustu mönnum,
sem völ er á í þessari grein á landi
hér og þarf ekki að rekja nöfn
þeirra. Fá erindi munu hafa vakið
meiri athygli né verið betur tekið af
alþýðu manna en einmitt þessum.
Nú leyfir þessi virðulegi greinar-
höfundur sér að kenna viðleitni
þessara manna við „málvöndunar-
hysterí“ og að sparka í þá sem „smá-
munaseggi og hálmstráaídíóta tung-
unnar“, eins og hann kemst svo
smekklega að orði.
Þessi ummæli þurfa ekki skýring-
ar við. Þau lýsa höf. niður í kjölinn,
360
ÚTVARPSTÍÐINDI