Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 13

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 13
dæmi um meðferð máls og hugsunar o. s. frv. Oft má þetta verða til þess að opna mönnum betri útsýn yfir kosti og lesti í þjóðlífi og skipulagi og hjá mannkyninu yfirleitt. Og síðast en ekki sízt: útvarpið gefur mönnum oft merkileg umhugs- unarefni. O. J. Þátturinn „Takíð undir“, þann 7. þ. m. var góður að venju. En ein- kennilegt var það, að ekki var sung- ið nema fyrsta erindi sumra kvæð- anna, þar sem gera má ráð fyrir, að fjöldi fólks um land allt kunni öll kvæðin. Og ekki þarf að efast um, að „forsöngvararnir" kunni þau. Stund- um kann það að valda, að ekki eru öll erindin sönghæf, en ekki hygg ég, að því hafi verið til að dreifa um kvæðin þetta kvöld, a. m. k. hef ég oft heyrt þau öll sungin í sams konar kórum og þjóðkórinn á að vera. Það er ekki rétt að slíta eitt erindi þann- ig frá heilu kvæði og syngja það tvisvar undir sama laginu, en láta hin erindin eiga sig. Ef tíminn leyfir ekki, að kvæðið sé sungið allt, er betra en ekki að syngja tvö erindi. Til þess þarf eliki lengri tíma en að tvítaka fyrsta erindið. — Ekki hef ég fyrr heyrt sungið: „og hefjum upp raddir með drengilegum söng“, en þannig söng Páll og flest fólk hans í þessum tíma. Ég lærði ljóðlínuna í æsku svona: „og hefjum upp raddir í drengilegum söng“, og þannig er hún prentuð í Hörpu og Islenzkri söngbók. * Frá Hornafirði er skrifað 9.13. 19U1: Svo illa heyrðist til útvarpsins í vetur, að um tíma voru menn helzt að hugsa um að loka tækjum sínum, en nú er farið að heyrast betur, síðan fór að lengja dag. Mér líka títvarpstíðindi vel og finnst blaðið bæta mikið upp útvarp- ið, en mikill galli er, hvað það kem- ur oftast seint — þykir gott ef ann- hvert blað kemur í tæka tíð. Ég myndi óska að heyra í útvarpi eða sjá í blaðinu um nýjungar í út- varpstækni og ekki sízt um full- komnun á viðtækjunum, og um leið verð þeirra. Ég hef heyrt sagt, að tæki, sem höfð eru í bílum, fái ein- ungis straum frá rafgeymi bílsins. Eru ekki þau tæki hentug á bæjum, sem hafa 6 eða 12 volta vindraf- stöðvar? Hvað kosta þau tæki? Svör væru æskileg í TJtvarpstíðindum. Vinsamlegast með beztu þökk fyr- ir Útvarpstíðindi. Bakka í Hornafirði. Hálfdan Arason. Með því að fá þar til gerðan spennubreyti, má nota öll viðtæki við 6 eða 12 volta rafgeyma, sem hlaðnir eru frá vindalfsstöðvum. Þess má og geta, að Viðtækjaverzlunin hefur selt viðtæki, þar sem slíkur spennu- breytir hefur verið innbyggður, og geta því tengzt beint við slíka raf- geyma. BRÉF AÐ NORÐAN: Hr. ritstjóri! Yfirleitt hefur mér fallið útvarps- efni vel í vetur, og sömuleiðis þær nýjungar, sem þar hafa komið fram, t. d. þátturinn: „Takið undir“, og kaflarnir um verndun ísl. tungu. Hvort tveggja er nokkurs konar þjóð- ernisvakning. Um báða þessa liði er þegar búið að fjölyrða svo, að vel má við una. Ég veit ekki betur, en að alls staðar hér sé með mikilli ánægju hlustað á þjóðkórinn, og sumstaðar tekið und- ir, þar sem svo er liði háttað. Má óhætt fullyrða, að þetta sé einhver þjóðlegasti og vinsælasti dagskrár- liðurinn, sem útvarpið hefur að ÚTVARPSTÍÐINDI 365

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.