Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 7

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 7
Hundrað ára afmæli Sigurðar Bjarnasonar, Þann 8. apríl næstkomandi eru hundrað ár liðin frá fæðingu Sigurð- ar Bjarnasonar, er orti Hjálmars- kviðu, og verður kvöldvakan 9. apríl helguð minningu hans. — Jón Jóhannesson cand. mag. mun fara fáeinum orðum um Sigurð og skáld- skap hans. Síðan verður kveðið nokk- uð eftir hann, einkum úr Hjálmars- kviðu. Sigurður var fæddur 8. apríl 1841 í Katadal á Vatnsnesi. Hann var kominn af mesta gáfna- og myndarfólki, svo sem kunnugt er. Faðir hans var prýðilega hagmæltur og hefur Sigurður eflaust snemma beizlað skáldfákinn. Það lá þá í landi á Vatnsnesi eins og víða, að kasta fram vísu, hvenær sem tækifæri bauðst, og er varla ofmælt, að ann- ar hver maður hafi einhvern tíma á æfinni verið við slíkt kenndur. Sendi- bréf þóttu jafnvel ekki í lagi, nema þau væru í ljóðum. Lífið við sjóinn og kyrrsetan í sjóbúðunum í land- legum gáfu sérstakt tækifæri til iðk- unar slíkrar skemmtunar. Sigurður kynntist þessu snemma, og hann og hann fór sjálfur að stunda sjóinn þegar á unglingsaldri og hélt því áfram allt til æfiloka. Hann hafði þann sið að rita jafnóðum það, sem hann orti, og hefur því margt af ljóð- um hans gevmzt. Auðvitað eru þau sum lítill skáldskapur, en þau eru merkileg, þegar litið er á allar að- stæður. Foreldrar Sigurðar voru fá- tækir eins og hann sjálfur. Allur tíminn fór í starf og strit. Menntun var ekki aðra að fá en þá, sem venju- legt sveitaheimili veitti og snapa mátti saman úr blöðum og bókum. Loks náði Sigurður aðeins 24 ára aldri. Hann drukknaði á Húnaflóa höfundar Hjálmars-kviðu þ. 27. júní 1865. Lang mestum vin- sældum hefur Hjálmarskviða hans náð. Hún hefur verið gefin út fjór- um sinnum, síðast 1934 af Snæbirni Jónssyni bóksala, ásamt æfisögu höf- undar. Vinsældir sínar á hún bæði að þakka efninu, sem hefur orðið l'jölda manna að yrkisefni, allt aftan úr forneskju, — og einnig meðfei’ð Sigui’ðar. Þótti honum þar jafnvel taKast betur en Bólu-Hjálmari, enda hefur Sir William Ci’aigie gengið svo langt, að telja hana eitt af snilldar- verkum nítjándu aldarinnar (í riti sínu um skáldskapai’listina á Is- andi)'. Þó var Sigurður innan við tví- tugt, þegar hann orti rímuna, eins og hann segir sjálfur í mansöngn- um: Kvæðalýti mín ei má mjög ávíta’ og lasta, því nú flýt ég yfir á árið tvítugasta. Hátturinn á rímunni er hring- henda, og á köflum óvenjulega dýr hringhenda, eins og þessi vísa sýnir: Ai’tar-hóta hlýju líf hart umrótið bítur bj arta snót, þá höggna hlíf hjarta móti lítur. Ekki er það þó rímsnilldin ein, er aflað hefur Hjálmarskviðu þeirra miklu vinsælda, sem hún hefur notið hjá þjóðinni, heldur og ósvikinn skáldskapur í strangara skilningi, sums staðar svo, að stói’fagur má heita, t. d. þar sem segir frá skilnaði Hjálmars og Ingibjai’gar, dauða hennar og hauglagningu þeirra. — Um sumt af þessu hefur það komið Sigurði að haldi, að hann hefur haft 359 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.