Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 14

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 14
bjóða, og þökk sé þeim öllum, sem þar leggja fram krafta sína. Kaflarnir „um daginn og veginn" eru að mínum dómi lakari nú en síð- astliðið ár, og oft lítið til þeirra vandað. Samt á þetta sér góðar und- antekningar. Nú þykir það furðu sæta, hversu sjaldan harmoníkusnillingar vorir eru látnir leika í útvarpið, og þykist ég þar tala fyrir munn fjöldans, því að harmonikan er líklega vinsælust allra hljóðfæra meðal alþýðu. Hvað er orðið um varaþul þann, sem kjörinn var í sumar til þess að túlka efni útvarpsins ? Það var mörg- um mikið undrunarefni, hvers vegna slíkur maður var valinn úr hópi all- margra keppenda. Varaþulur sá, sem nú les, má teljast góður, hann les af- burða skýrt og áheyrilega, og með þægilegum hraða. Röddin var til að byrja með full „hrjúf“, en hún fer batnandi. Annars féll mér aldrei sú ráðstöf- un, að láta Guðbjörgu Vigfúsdóttur hætta útvarpslestri, því að hún hefur bæði blæfagra og hreina rödd, og les ágætlega. Hennar er saknað hér af mörgum. Þessi vísa varð til á meðan Guð- björg þuldi fréttir útvarpsins: Röadin skæra hljóma-hlý hylli nær hjá þjóðum. Hugar kærar þakkir því þér skal færa í ljóðum. 12. marz 1941. Hrútfiröingur. Upplestur Jóns Jóhannessonar cand. mag. úr Brandstaðaannál þótti mér skemmtilegur. Þættirnir voru vel valdir og gáfu glögga hugmynd um hið mikla menningarsögulega gildi, sem er fólgið í Brandstaðaann- ál. Mér þótti flutningur Jóns lifandi og skörulegur. K. F. Til Bjargar. Oft hef ég hugsað um það, hvað alþýðukveðskapur getur verið smell- inn og mannlýsingar hans með af- brigðum góðar. Og ekki minnkaði þetta álit mitt við lestur hinna af- burða góðu vísna gömlu konunnar á Húsavík. Ég er viss um, að vísurnar hennar eru eins og talaðar út úr hjörtum margra okkar kvenna, er hlustum á útvarpið. Og veit ég ekki, hvort margar treystu sér til að stuðla það betur. Ég var t. d. búin að reyna að setja í rím um suma þá sömu og hún, en var ekki ánægð með það. En nafn gömlu konunnar ræð ég á þenn- an hátt: Björg er í hjöllum, björg við gjá. Björg er í grænum hlíðum. Björg er á fjöllum, björg við sjá. Björg er saðning lýðum. Að endingu læt ég hér nafn mitt í tveimur vísum. Það er jafnt í báðum, og þætti mér gaman að hún eða aðr- ir réðu það. Oft ég hylli allra næ á oft þátt í tapi, eg er hrundum hjarta kær hölum velgi í skapi. Á arnarvængjum vítt um geim vil eg fegin líða, sælu veita særðum heim sorgir lækna víða. Þingeysk kona. Konur! Það er ekki hin ástúðlega hugul- semi, sem maðurinn sýnir yður, held- ur áhrif þau, er skapraunir eða rang- læti af hans háifu hafa á yður, sem kennir yður fyrst til fulls, hve mikl- ar mætur þér hafið á honum. 366 ÚTVARPSTÍÐINDI

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.