Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 9

Útvarpstíðindi - 31.03.1941, Blaðsíða 9
R. Tagore: Blindakonan. IV. Enn liðu fram stundir og dagarn- ir okkar voru hver öðrum líkir, unz frænka mannsins míns kom til okk- ar í heimsókn. Það fyrsta, sem hún fleipraði út úr sér, er við höfðum heilsazt, var þetta: „Heyrðu, Kumo, það er auð- vitað hræðilega leiðinlegt, að þú skul- ir vera búin að missa sjónina, en hvers vegna dregur þú manninn þinn inn í myrkrið með þér. Þú mátt til að fá hann til þess að taka sér aðra konu“. Það varð óþægileg þögn. Hefði maðurinn minn bara tekið þessu sem ganmi eða hlegið að því, hefði allt verið gott. En honum varð seint til svars og svo sagði hann með greini- legum ákafa og óróleika í röddinni: „Finnst þér það virkilega? Þetta máttu ekki segja, frænka“. Frænka hans sneri máli sínu til mín. „Hef ég ekki rétt fyrir mér, Kumo?“ dómgreind hans, smekkvísi og mann- gildi, — ef hann hefur ritað grein- ina algáður. Að lokum ætla ég að leggja þá spurningu fyrir yður, hr. ritstjóri, hvort þér séuð reiðubúinn til þess að lýsa yfir ánægju yðar í annað sinn með ritsmíð þessa og ennfremur, hvort þér teljið hana í samræmi við stefnu blaðs yðar. Virðingarfyllst. Jón Eyþórsson. Ég hef áður lýst því yfir hér í blaðinu, að ég veldi ekki efni frá hlustendum til birtingar eingöngu í samræmi við mínar skoðanir. Stefna Ég hló uppgerðarhlátri. „Ég held, að þú verðir heldur að leita úrskurðar um þetta til einhvers, sem getur litið óvilhallari augum á málið“, sagði ég. „Vasaþjófurinn biður aldrei um leyfi þess, sem hann ætlar að ræna“. „Það er satt“, mælti hún blíðlega. „Get ég fengið að tala við þig nokk- ur orð einslega, kæri Abinask?" Nokkrum dögum síðar spurði bóndi minn frænku sína, svo að ég heyrði, hvort að hún þekkti nokkra unga stúlku af góðum ættum, sem hann gæti fengið til þess að hjálpa mér við heimilisstörfin. Hann vissi það vel, að ég þurfti ekki á neinni aðstoð að halda. Ég þagði. „0, það er nú nóg til af þeim“, svaraði frænka hans. „Frænka mín ein á gjafvaxta dóttur, og yndislegri stúlku getur þú varla óskað þér. — Ættingjar hennar myndu áreiðan- lega verða þess mjög fúsir, að gefa þér hana fyrir konu“. Og enn gall við uppgerðarhlátur hans, og hann sagði: ,.En ég var nú alls ekki að tala um giftingu“. „Varla ímyndar þú þér þó, að ung blaðs míns er sú, að gefa hlustendum sem almennast tækifæri til að láta í ljós álit sitt um útvarpið og starf- semi þess — en sú gagnrýni, sem þannig er flutt, að hver meðalgreind- ur lesandi finnur, að ekki er hægt að taka hana alvarlega, tel ég að sé þá jafnframt meinlítil. Annars skal það játað, og má gjarnan skoða það sem eins konar afsökunarbeiðni frá minni hálfu — að vegna sérstaks annríkis og annara ástæðna gat ég ekki sinnt síðasta hefti blaðsins, og sérstaklega frágangi umræddrar greinar, eins og ég hefði þurft, og mundi hún ekki hafa birzt í því formi, sem hún var í, ef svona hefði ekki staðið á. Ritstj. ÚTVARPSTÍÐINDI 361

x

Útvarpstíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.