Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 6

Útvarpstíðindi - 06.10.1947, Page 6
366 ÚTV A.RPST1ÐINDI sýndist, því ekki væri svo sem hætt- an á að manni yrði sagt upp. Eða þá veðráttan. Alltaf himneskt sólskin og blíða, en þó mátulega svalt og þægi- legt. Og þarna stóð hann á gólfinu fyrir framan mig, hartnær tveir metrar á lengd, horaður svo af bar og tuggði tóbak eins og fyrirmyndar stórbóndi. — Orðunum hálf hreytti hann að mér, án hinna minnstu svip- breytinga á toginleitu andlitihu, og hin eina sýnilega hreyfing hans virt- ist vera á höndunum, sem bar ýmist meira eða minna á, djúpt niðri í buxnavösunum: Þetta væri einhver hin argvítugasta fýluför, sem hann hefði farið um dagana. Þegar loks- ins út á þetta smjörland væri komið, þá dyttu sér nú fyrst allar dauðar lýs úr höfði. Hér væri hann búinn að ganga fyrir hvers manns dyr og biðja um atvinnu, þótt ekki væri nema eitthvert skítverk, en alls stað- ar væri sama sagan: Engin vinna og sízt fyrir útlendinga, og svo væri það nú dýrtíðin hérna. Hún væri blátt áfram alheimshneyksli. Hér kostaði það jafnvel stórfé að komast á kló- settið. Eða þá maturinn. Súpugutl á hálfum diski, ásamt með smá kjöt- tægju kostaði eins og vikuuppihald í Kanada, þar sem hann hefði dvalið síðustu 16 árin. Ef maður leyfði sér síðan að biðja um viðbót, til þess að fá eitthvað fyrir peningana sína, þá væri hreytt í mann ónotum. Tja, hví- líkt land og hvílíkt fólk, nú, eða þá veðráttan. Það væri svei mér eins gott að hafa niðurrennslin í götun- um í lagi,. því að annars yrði að út- búa alla lúxusbílana með skrúfum og jeppana sem kafbáta. Hvort að ég vissi um nokkra atvinnu? Og þarna loksins tókst mér að skjóta einni setningu inn í orðaflaum hans: Nei, því miður, þá vissi ég nú ekki um neina atvinnu. Hvort hann hefði reynt að leita til Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar eða þá Vinnu- miðlunarskrifstofunnar? Nei, auð- vitað gæti ég ekki gjört svo mikið gagn, að benda honum á atvinnu, og það skyldi ég sjá, að ekki fengju tíu villtir hestar hann dregið til fleiri opinberra stofnana í þessum bæ, hann væri búinn að fá nóg af þeim. Nú, en kannske að ég gæti þá sagt honum, hvað kostaði farið austur að Heklu. Jú, jú. Það kostaði ýmist 65 krónur eða 75 krónur, eftir því hvort farið væri að nóttu eða degi. Með þessu móðgaði ég nú þennan vin minn fyrir alvöru. 65 til 75 krónur. Nei, þetta væri nú hámarkið. Aleigu sína, sem nægja yrði honum til þess að komast aftur vestur í menning- una. Og hann stikaði stórum út, hristi höfuðið í ákafa og spýtti stór- mannlega þegar hann var kominn út á gangstéttina. — Já, það má nú segja, við erum undir smásjá margra og sínum aug- um lítur hver á silfrið. Sem betur fer líta ekki allír ferða- menn okkur sömu augum og þessi frændi okkar. Mér hlýnar t .d. alltaf um hjartaræturnar þegar ég minnist gamla, kaþólska prestsins, sem var hér á ferð í sumar. Hann ferðaðist til Norðurlandsins, í hópi nokkurra íslendinga. Var mér tjáð, af sam- ferðafólki hans, að fljótlega hefði þeim öllum verið farið að þykja vænt um þennan aldraða, elskulega mann. Alltaf hafi hann verið boðinn og búinn til að hjálpa eða aðstoða. Kæmi bíllinn að girðingu, þaut hann, á undan öllum öðrum, út til þess að

x

Útvarpstíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvarpstíðindi
https://timarit.is/publication/715

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.